07.04.1932
Efri deild: 45. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1489 í B-deild Alþingistíðinda. (1368)

137. mál, póstlög

Bjarni Snæbjörnsson:

Um leið og ég þakka samgmn. og d. fyrir góðar undirtektir við þetta frv., vildi ég leyfa mér að minna hv. samgmn. á það, að í dag eru nú liðnar 5 vikur síðan annað mál, sem ég flyt, var afgr. af d. til n. á ég við frv. um nýjan veg milli Hafnarfjarðar og Suðurlandsbrautar. Er þar að vísu um meira og umfangsstærra mál að ræða en þetta er, og óskylt þessu máli, en þar sem vegamálastjóri atti að vera búinn að skila áliti sínu um málið fyrir þetta þing, samkv. þál., sem ég flutti og samþ. var á sumarþinginu í þessu efni, og n. ætti því að hafa með löndum öll þau gögn, sem hún þarf við um málið, vildi ég beina því til n., að hún afgreiddi þetta mál sem fyrst, sérstaklega þar sem hér er nú komið til umr. annað mál, sem þarf að taka mikið tillit til í sambandi við þetta, þar sem er bifreiðaskatturinn. Vona ég, að n. geti verið búin að afgreiða þetta frv. mitt áður en bifreiðaskatturinn kemur hér til endanlegrar meðferðar í d., því að afstaða mín til hans fer mjög eftir því, hvernig þessu máli reiðir af.