01.03.1932
Efri deild: 17. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1499 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

45. mál, tannlækningar

Flm. (Jón Jónsson):

þetta frv. er shlj. frv. um sama efni, er ég flutti á vetrarþinginu í fyrra. Ástæðan til þess er sú, að í ljós hefir komið, að það er talsverðum erfiðleikum bundið fyrir fólk, sem heima á langt frá aðalkaupstöðunum, að fá sér gervitennur. Nú eru ýmsir, sem lært hafa til tannlækninga og lokið prófi í þeirri grein, en hafa þó ekki leyfi til að setja í menn gervitennur samkv. lög unum frá 1929. Er það fyrir tilmæli eins slíks manns, að ég flyt þetta frv. Ég hefi borið það undir landlækni, og hann leyfði mér að láta þess getið, að hann væri því meðmæltur.

Ég vona, að hv. d. geti fallizt á þetta frv. Það er nauðsynlegt fyrir afskekkt héruð að fá þessa ívilnun, og henni fylgir engin áhætta fyrir heilbrigðismál landsins.

Ég býst við, að hv. d. vilji vísa frv. til n., og legg ég til, að því verði þá vísað til hv. allshn.