14.03.1932
Efri deild: 28. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1507 í B-deild Alþingistíðinda. (1429)

45. mál, tannlækningar

Bjarni Snæbjörnsson:

Það er síður en svo, að brtt. mín rýri gildi frv., ef samþ. verður; þvert á m6ti miðar hún að því að auka gildi þess. Að auka öryggi þeirra, sem við verk tannsmiðanna þurfa að búa, fyrir því, að þeir vinni verk sitt vel, það hlýtur að vera til bóta.

Hv. 2. þm. Eyf. talaði um, að löggjafarvaldið hafi hlaðið verndarmúr um tannlækna. Þó það væri rétt, skapar það enga nauðsyn til að hlaða mi verndarmúr um fúskara í þeirri grein.

Að tannlæknar þori ekki að setjast að úti um land vegna samkeppni fúskara, er misskilningur. En af því, hvað fólkið er fatt, eiga þeir erfitt með að „praktisera“ þar, sem héraðslæknar draga líka tennur úr fólki og leiðbeina því um meðferð þeirra.

Ég er sammála hv. þm. um það, að þessi lagabreyt. mundi eitthvað bæta úr brýnustu þörf afskekktra héraða í þessu efni, en það þarf bara að tryggja það, að það verði ekki nema góðir menn, sem fá að vinna að tannsmiðum.

Það má segja, að það sé vantraust á útlendum tannlæknum að gera ráð fyrir, að þeir selji mönnum vottorð um tannsmíðanám, sem ekki hafa stundað það fullkominn tíma. En ég hefi rekið mig á, að slíkt kemur fyrir í Danmörku. Aftur á móti þekki ég ekki dæmi til þess hér á landi. þessi vottorð mun þó ekki vera hægt að fá hjá dönskum tannlæknum nema fyrir þá, sem ætla að „praktisera“ utan Danmerkur.