22.03.1932
Neðri deild: 35. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1516 í B-deild Alþingistíðinda. (1469)

210. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Flm. (Jóhann Jósefsson):

Þetta frv. hefir áður legið fyrir þinginu, en náði þá ekki afgreiðslu. Það er flutt samkv. ósk bæjarstj. Vestmannaeyja og miðar að því að tryggja gjöld af lestum og uppsátursgjöld af vélbátum og öðrum skipum í 2 ár eftir gjalddaga fyrir öllum veðkröfum í skipum og bátum, samhliða vita- og lestagjaldi til ríkissjóðs.

Þetta sætti mótmælum hjá Fiskveiðasjóði Íslands, sem leit svo á, að bátar væru ekki eins veðhæfir hvað lán snerti, ef þessi kvöð fylgdi þeim. En bæði er það, að veðhæfi ætti ekki að skerða mjög fyrir kvöð, sem höfninni er nauðsynleg, ef tryggur og öruggur aðgangur er að þessum lestagjöldum. Ég ætla ekki að orðlengja þetta meira, en legg til, að frv. verið vísað til sjútvn.