05.05.1932
Efri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í B-deild Alþingistíðinda. (147)

1. mál, fjárlög 1933

Jón Baldvinsson:

Það er nú ekki orðið eins mikið tilefni til umr., þar sem búið er að taka tillögurnar aftur, en ég hefi talað her, af því að það var lagt til að fella niður þessa 2 rithöf.

Hv. 1. þm. Reykv. getur afsakað með persónulegri sannfæringu manna öll hermdarverk, sem unnin hafa verið., t. d. trúarbragðaofsóknirnar, en eftirtíminn lítur nú samt öðruvísi á það.

Hv. 6. landsk. fór nokkrum orðum um það, sem ég sagði um H. K. L. og Þorberg Þórðarson, og talaði í vandlætingartón. Vildi hún láta H. K. L. vanda sig betur. En skáldin verða helzt að fá að ganga sínar eigin götur. Verður það þá venjulega frumlegra, er frá þeim kemur. Það finnst mér þröngsýni hjá hv. 6. landsk., sem sjálf er gott skáld, að vilja setja skáldunum reglur. Held ég, að bezt sé, að skáldin láti það fljúga, sem þeim gott þykir. Hafa bókmenntirnar margt gott misst fyrir censurinn.

Það er rétt, að H. K. L. hefir verið kritiseraður. Hefir mikið verið skrifað um hann í blöðunum upp á síðkastið, en sú kritik hefir ekki snúizt um það, hvort hann skrifaði illa, heldur hefir hún snert skoðanir hans. En því meiri styrr, sem stendur um ung skáld, því meira er venjulega varið í þau. Hv. þm. sagði, að ekki væri slæm meðferðin á H. R. L. Það sagði ég heldur ekki. En hún endaði ræðu sína með því, að H. K. L. fyllti eyru landsmanna með því, sem þeir vildu ekki heyra. Hvaðan kemur henni réttur til að segja það? Það mun vera satt, að einhverjir vilji ekki heyra það, sem H. K. L. skrifar, en það á ekki við um alla. Nú er svo komið, að menn viðurkenna H. K. L. sem mjög snjallan rithöfund, þótt ekki séu allir sammála um skoðanir hans.