29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1529 í B-deild Alþingistíðinda. (1494)

218. mál, varðskip landsins

Magnús Guðmundsson:

Það er hart, að frsm. n. skuli ekki vlja gefa neinar upplýsingar itt af fyrirspurnum þeim, sem til hans hefir verið beint. Er það af því, að hann þekki ekkert til þess máls, sem hann er hér að mæla fyrir? — Ég gleymdi að geta þess áðan, þegar ég stoð upp, að ákvæði síðustu málsgr. 1. gr. frv. eru að mínu viti alveg óhæf, því þar stendur, að brottrekstur skipsmanna falli úr gildi, ef meiri hl. sjútvn. beggja deilda Alþ. á sameiginlegum fundi mótmæli brottrekstrinum á næsta þingi eftir brottvísun. Ég veit ekki, hvað þetta á að þýða, en mér skilst, að það sé meiningin, að sjútvn. þingsins eigi að vera dómstóll í þessum málum. Meiri hl. sjútvn. er ekki réttur aðili í þessu máli. hér er verið að blanda saman starfsviði þessarar n. og starfsemi dómstólanna. það er auðvitað þeirra að skera úr þessum málum. En svo er annað, sem benda verður á, og það er, að meiri hl. sjútvn. er ekki óvilhallur aðili, þvi meiri hl. hennar er h. u. b. alltaf pólitískt fylgjandi þeirri stj., sem hefir rekið þessa menn í burtu, eða verður að bera ábyrgðina á því. Og þar af leiðir það, að réttur þessara manna er fyrir borð borinn, ef þetta ákvæði á að þýða það, að þeir séu titilokaðir frá því að geta ákallað vernd dómst6lanna. — Svo veit ég ekki, hvaða meining er með því, að brottreksturinn falli úr gildi. þýðir það, að maðurinn komi á skipið aftur og fái ekki laun fyrir þann tíma, sem hann var í landi að ósekju, eða á það kannske að vera eins og hv. þm. Vestm. upplýsir, að hópur manna gangi í landi á fullum launum? þessum upplýsingum hv. þm. Vestm. hefir ekki verið andmælt, og má því skoða þær viðurkenndar.

Hv. þm. Vestm. tók það réttilega fram, að varðskipin starfa minnst að því, sem til er ætlazt. Ef þau eru ekki í snatti, þa eru þau við björgun eða á fiskveiðum. Ég er í engum efa um, að af fiskveiðunum er stórtap, og það mun koma í ljós, ef rannsakaðir eru reikningarnir.

Annars get ég tekið undir það með hv. þm. Seyðf., að skiptingin á björgunarlaununum er alls ekki sanngjörn. Ég sé enga ástæðu til, að skiptingin sé í hlutfalli við kaup manna á skipunum. En hitt er ég ósammála honum um, að rangt sé að banna. skipshöfnunum að gera verkfall, því að ef allur ísl. flotinn liggur í höfn vegna verkfalls og varðskipin líka, þá hafa útlendir togarar fullkomið næði til að vera í landhelgi.

Ég vildi svo skora á hv. frsm. að svara þeim fyrirspurnum, sem til hans hefir verið beint.