29.03.1932
Neðri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1531 í B-deild Alþingistíðinda. (1495)

218. mál, varðskip landsins

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég var ekki viðstaddur fyrri hl. 1. umr., og þess vegna tók hv. 1. þm. S.-M. af mér ómakið og hélt framsöguræðu. Þess vegna ætlaði ég ekki að fara að blanda mér í þetta mál núna. Annars sé ég ekki ástæðu til að fara langt út í þessar aths., sem komið hafa fram við þetta frv. frá hv. 2. þm. Skagf. Það voru mest fyrirspurnir til hæstv. dómsmrh., en hv. þm. veit, að hann er upptekinn við umr. í Ed. og getur því ekki svarað honum. Ég get ekki gert grein fyrir hans máli.

Hv. þm. gerði aths. við 1. gr. frv., sem breytir 3. gr. 1. Einmitt með þessu nýja orðalagi reyndum við að bæta úr þeirri hugsunarvillu, sem er í lög unum. Þar er talað um 6 ára bindandi tíma fyrir ráðuneytið, en aðeins eitt ár fyrir yfirmennina, en svo er talað um 3 mánaða uppsagnarfrest, og er óskiljanlegt, hvað það þýðir, hvort þar er átt við kjörin aðeins eða skylduna til að vera áfram. Þess vegna orðuðum við upp greinina, en það var ekki eftir beiðni hæstv. ráðh., heldur eftir ósk sjútvn. sjálfrar. Með gr. eins og hún er nú er ekki bundið við 6 ár, heldur er aðeins heimild til að gera starfssamning fyrir allt að 6 árum. Ekki er heldur skylt að setja uppsagnarfrest í samninginn; það er látið óbundið, eftir því hvað hagfelldast þykir í hvert sinn.

Hv. þm. var óánægður með það, að sett væri heimild til að útbúa varðskipin björgunartækjum. Það var vitanlega aðalástæðan fyrir því, að þetta hefir verið gert að nokkru leyti áður, og þykir viðkunnanlegra að hafa heimildir. Ég hefi ekki heyrt óanægju frá neinum öðrum en þessum hv. þm. um þetta.

Þá er það viðvíkjandi skiptingu björgunlauna í 4. gr., sem er aðalástaæðan fyrir því, að frv. er fram komið. Það eru sérstök ákvæði í siglingalögunum um skiptingu björgunarlauna, og þau ákvæði eru miðuð við skip, sem hafa ekki sérstök björgunartæki, og þar er gert ráð fyrir, að sjómenn fái 1/3 af björgunarlaununum, sem þá yrðu allmiklar aukatekjur fyrir skipshöfnina á þeim skipum, sem útbúin eru sérstökum björgunartækjum og því líkur til, að oft fáist við björgun og hljóti björgunarlaun fyrir fleiri skip á ári. Þegar nú varðskipin eru orðin að nokkru björgunarskip, virðist ákjósanlegt að setja sérstök ákvæði um skiptingu björgunarlauna á þeim. Eru því skipshöfnunum í frv. ætluð 20–25% af björgunarlaununum, eftir að kostnaður hefir verið greiddur, í stað 1/3 hluta samkv. siglingalögunum. Að ekki var ákveðin sama hundraðstala í öllum tilfellum, er gert með það fyrir augum, að í siglingal. er talið upp allt það, sem taka ber tillit til við ákvörðun björgunarlauna, og er þar m. a. talið verðmæti skips þess og farms, sem bjargað er. Í einstökum tilfellum er ekki vist, að rétt hlutfall sé á milli verðmætisins og þeirrar hættu og þess ómaks, sem skipverjar hafa lagt fram; gæti t. d. vel komið það tilfelli, að hætta og fyrirhöfn væri sérstaklega mikil, en verðmæti litið. Yrðu þá björgunarlaun óhæfilega lag, og er þá gott að hafa svigrúm til að veita skipshöfn hærri hundraðstölu af björgunarlaunum — 25% í stað 20%.

Hv. 2. þm. Skagf. tók undir það hjá hv. þm. Seyðf., að ekki væri rétt að skipta björgunarlaunum í réttu hlutfalli við kaup skipshafnarinnar. Það má vel vera, að svo sé, en það hefir enginn getað bent á annan grundvöll réttlátari og heppilegri. Ef skipta ætti björgunarlaununum eftir því, hver hefiði lagt sig bezt fram eða haft sig í mestri hættu, þá yrði einhver að dæma um það. En hver ætti að gera það og hvernig ætti að tryggja það, að hver dómur yrði réttur í hverju einstöku tilfelli? Því fyrirkomulagi, sem tíðkast í siglingalögunum, er haldið hér. Og meðan engin önnur regla er fundin, sem er framkvæmanleg og talizt getur réttlatári, þá verður við þessa að una.

Því, sem hv. 2. þm. Skagf. hefir beint til hæstv. dómsmrh., sem nú er bundinn við umr. í Ed., sé ég enga ástæðu til að svara. Óski hv. þm. að fá svar við því, verður hann að endurtaka þau ummæli sín við síðari umr.