05.05.1932
Efri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 512 í B-deild Alþingistíðinda. (152)

1. mál, fjárlög 1933

Bjarni Snæbjörnsson [óyfirl.]:

Það er aðeins ofurlítil aths. Ég vil þakka hv. 2. þm. N.-M. fyrir góðar undirtektir hans. Ég er til með að koma við 3. umr. með brtt. um svo og svo mikinn styrk til bókasafns í Hafnarfirði — og fá H. K. L. með. Ég segi fyrir mig og ég veit, að við Hafnfirðingar yrðum mjög ánægðir, ef við fengjum styrkinn og manninn með. Við höfum ekkert á móti honum, þótt hann sé af sumun máske álitinn illur. Við skulum vona, að hann batni. Ég hygg, að margt af því, er vakið hefir andúð gegn honum, sé gert af ungæðishætti, eða þá að hann gerir það til að láta á sér bera og vera öðruvísi en aðrir menn.