25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (1567)

490. mál, Jöfnunarsjóður

Jón Baldvinsson:

Í fyrra lá þetta mál fyrir hv. Nd., og með góðu samkomulagi sjálfstæðismanna og framsóknarmanna tókst að gerbreyta þar frv. því, sem Alþýðuflokksmennirnir höfðu flutt þar, og er þetta frv. sýnishorn af því samkomulagi. Ég þarf auðvitað ekki að taka það fram, að í þessu frv. stendur ekki einn stafur eftir af frv. því, sem við Alþýðuflokksmenn hofum flutt, og afleiðingin af samþykkt þessa frv. verður heldur ekki neitt í áttina við þær afleiðingar, sem hitt frv. hefði haft, ef það hefði verið samþ. óbreytt. Það var ætlað til þess, að meiri jöfnuður kæmist á framkvæmdir ríkisins, að það jafnaði frá ári til árs atvinnuna í landinu, með því að tekjur góðæranna væru notaðar til að jafna upp það, sem á brysti í vondu árunum, að ríkissjóður gæti lagt fram til verklegra framkvæmda sem svaraði meðaltali þeirra framlaga á nokkrum næst undanfarandi árum. Nú er þetta ekki annað en varasjóður, sem ríkissjóðurinn á að nota til að greiða með tekjuhalla fyrst og fremst. hér er heldur ekki um neinar ákveðnar fjárhæðir að ræða, eins og var í hinu frv., því þar var talað um, að þegar tekjur ríkissjóðs færu fram úr vissri upphæð, skyldi afgangurinn leggjast. Í jöfnunarsjóð, og var þá miðað við á hverjum tíma það, sem áætlað væri í fjárl. Þetta átti að vera hemill á ríkisstj., til þess að hún gæti ekki eytt öllum tekjum góðæra. Og okkur skildist, um tíma a. m. k., að sjálfstæðismenn legðu kapp á, að framsóknarmenn hefðu ekki eyðlusfé umfram áætlun fjárl., meðan þeir færu með völd. En nú hafa kannske sjálfstæðismenn von um að komast til valda, og þá vilja þeir náttúrlega ekki, að það sé lagt neitt haft á þeirra eyðslu. En þar sem ég tel þetta frv. þýðingarlaust, mun ég ekki greiða atkv. með því, ekki heldur við þessa umr.