09.04.1932
Efri deild: 47. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (1597)

239. mál, sala á hluta heimalands Auðkúlu

Frsm. (Jón Jónsson):

Landbn. hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að hún vilji mæla með því, að frv. verði samþ. Henni hefir borizt símskeyti frá prestinum á Auðkúlu, sem er prófastur í Húnavatnssýslu, þar sem hann mælir með sölunni, og biskupinn hefir látið það í ljós, að hann hafi ekkert við það að athuga. Þar sem hér er um heldur afskekkt fjalllendi að ræða, þá sá n. ekki ástæðu til annars en að mæla með sölunni. En gert er ráð fyrir, ef salan nær fram að ganga, að séð verði um, að prestur missi ekkert af launum sínum, því að sjálfsagt hefir, þegar síðasta mat for fram á jörðinni, verið tekið tillit til þess lands, sem nú er tekið frá heimajörðinni, svo sjálfsagt er að bæta presti það lítilsháttar upp. Sömuleiðis virðist ekki ósanngjarnt, að kaupanda sé gert að skyldu að setja upp girðingar milli heimajarðarinnar og þessa lands.