23.05.1932
Efri deild: 81. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 543 í B-deild Alþingistíðinda. (167)

1. mál, fjárlög 1933

Pétur Magnússon:

ég á hér þrjár brtt. og eru þær á tveim þskj., 788 og 795. — Sú fyrsta er við 12. gr. og er þess efnis að hækka læknisvitjanastyrkinn úr 9750 kr. upp í 9900 kr. og að 150 kr. af þeirri upphæð gangi til Reykjafjarðarhrepps. Eins og kunnugt er, hafa nýlega verið samþ. lög, sem breyta svo til barna, að læknissetrið er flutt frá Arngerðareyri út í Ögur, en það gerir aðstöðu Reykjarfjarðarhrepps til læknisvitjana mun örðugri en áður var. Eftir þeim reglum, sem viðurkenndar hafa verið hin síðari ár, um að veita styrk til hreppa, sem eiga erfiða aðstöðu um læknisvitjanir, sé ég ekki betur en að þessi hreppur eigi fyllstu sanngirniskröfu á að fá þennan styrk, sem mjög er stillt í hóf, borið saman við það, sem ýmsum öðrum hreppum er skammtað. Ég vil geta þess, að læknisvitjanir úr innhreppunum öllum, Ísafirði, Reykjarfirði og enda Vatnsfirði, eru mjög erfiðar eftir þessa breyt. Vona ég, að hv. þd. líti sömu augum og ég á þessa sanngjörnu kröfu, og skal þá ekki ræða meira um það.

Önnur brtt. mín er styrkur til Leifs Ásgeirssonar, 1000 kr., til lokanáms í stærðfraeði í Þýzkalandi. Leifur er sonur efnalítils bónda, er býr á Reykjum í Lundareykjadal. Sýndi Leifur það snemma, að honum var auðvelt um nám, því hann las undir stúdentspróf á þremur árum kennslulítið og vann auk þess að heimastörfum að nokkru leyti, samhliða náminu. En þrátt fyrir þetta tók hann eitthvert hæsta próf, sem tekið hefir verið á síðari árum. Það er líka á allra vitund, sem þekkja Leif, að þar er um sérstaklega mikinn námsmann að ræða. Ég hefi hér með höndum vottorð frá dr. Ólafi Dan Daníelssyni, sem ég vil leyfa mér að lesa upp; það hljóðar svo:

„Leifur Ásgeirsson stúdent, sem nú sækir um styrk til Alþingis, er að mínu áliti hinn mesti námsmaður. Ég hefi því miður ekki kynnzt honum nema lítið eitt — og þó að góðu —, af því að hann var aldrei hér í skólanum, en hann tók hér stúdentspróf og mun það hafa verið einróma álit okkar kennaranna við menntaskólann, að hann væri alveg óvenjulega mikill hæfileikamaður“.

Að stúdentsprófi loknu sigldi Leifur til Þýzkalands og hefir stundað nám í stærðfraeði og eðlisfræði við háskolann í Göttingen. Hefir hann til þessa notið nokkurs styrks til námsins, en honum er nú lokið. En hvorki er um eigin efni né styrk frá ættingjum að ræða til þess að geta haldið afram nami. Liggur því ekki annað fyrir en að Leifur verði að hætta nami í bráð a. m. k. þar til hann hefði unnið sér inn fjárhæð þá, sem til þess þarf að halda afram, eða þá að ríkið veiti honum þennan umbeðna styrk. þess skal getið, að hér er ekki um framhaldsstyrk að ræða, því hann mun ljúka prófi næsta ár. Er engin ástæða til að ætla, að honum verði nein skotaskuld úr því.

Ég ætla ekki að fara að tala neitt til tilfinninga hv. þdm. í því skyni að hafa áhrif á atkvgr. þeirra. En ég verð þó að segja það, að ef nokkurntíma eru ástæður til að styrkja unga menn til náms, þá eru þær ástæður hér fyrir hendi. Allar líkur benda til þess, að Leifur verði hinn nýtasti maður og líklegur til þess að vinna afrek í heim fræðigreinum, er hann leggur stund á.

Þá er loks 3. brtt. mín, við 18. gr., um það, að Einari Benediktssyni séu veittar 5000 kr. í stað 4000, sem nú eru í fjárlfrv., eða hækka við hann um 1000 kr. Ég ætla ekki að mæla neitt með þessari till. Ég ætla aðeins að skýra frá því, að enda þótt Einar Benediktsson fái sjálfsagt sæmileg heiðurslaun, miðað við okkar mælikvarða á slíkum hlutum, er högum hans svo hattað, að hann hefir aðeins rúmlega hálft annað hundrað kr. á mánuði til eigin þarfa. Nú er vitanlega hverjum frjálst að leggja sitt mat á Einar Benediktsson, og má vel vera, að einhverjir hv. þdm. telji þetta hæfilegan lífeyri handa honum frá „hinu frjálsa og fullvalda“ ísl., ríki. En ég fyrir mitt leyti met hann nú hærra. Því verður ekki á móti mælt, að Einar Benedikisson gnæfir hatt yfir öll önnur nútímaskáld vor, og að hann hefir orðið til þess að auka bókmenntahróður Íslands meira en flestir aðrir að fornu og nýju og mun gera það um langa framtíð. En það er ekki tilgangur minn að fara að gefa hér neina lýsingu á E. Ben. né heldur að reyna að sannfæra hv. þdm. um, að rétt sé að samþ. þessa hækkunartill. mína. Fyrir mér vakir það eitt að gefa d. tækifæri til að fella sinn úrskurð um það, hvort 150 kr. á mán. sé hæfilegur lífeyrir handa E. Ben., eða hvort hann sé einhvers meira verður. Ég hefi heyrt því varpað fram í viðtali um þessa til1ögu, að E. Ben. hafi komizt yfir mikið fé um dagana og ætti því að vera vorkunarlaust að komast af á efri árum. Það er vafalaust alveg rétt, að mikið fé hefir farið gegnum hendur hans. En það vænti ég, að allir hv. hdm. skilji, að enginn maður — hvorki E. Ben. né aðrir — lifi af því fé, sem eytt er. Og það get ég fullyrt, að E. Ben. á engar eignir, er hann getur notað sér til lífsframfæris. Þeirra ástæðna vegna er því áhættulaust fyrir hv. d. að samþ. till. mína.