30.04.1932
Neðri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1693 í B-deild Alþingistíðinda. (1732)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Bergur Jónsson:

Ég þarf ekki að vera langorður, en vil þó gera örlitla aths. hér hefir verði talað eins og allur kostnaður af flugferðunum lenti á einum atvinnurekstri í landinu, ef l. þessi verða framkvæmd. Þetta er rangt. Þess ber að gæta, að þegar flogið er í síldarleit, þá er um engar aðrar tekjur að ræða. Þá er hvorki að ræða um gjöld fyrir póst né farþega, sem hvorttveggja gefur tekjur, þegar um annað ferðalag er að ræða. En þegar haldið er uppi síldarleit og hún kemur að gagni, þá er sjálfsagt, að sá atvinnurekstur, sem nýtur góðs af því, borgi það flug. Það er gert með skattinum. Hann kemur þá bara í stað fargjalds, sem aðrar ferðir gefa.