30.04.1932
Neðri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1694 í B-deild Alþingistíðinda. (1734)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Bergur Jónsson:

Ef hv. þm. N.-Ísf. eða einhver annar góður maður gerir áætlun um það, hvað mikinn þátt síldarleitin á í útgerðarkostnaði flugvélanna, skal ég, þegar það er sýnt, vera fyrsti maður til að vera með því, að gjaldið sé fært til samræmis við hann kostnað, sem lagður hefir verið fram, sé ég þá eigi, að síldveiðimenn hafi undan nokkru að kvarta.