12.05.1932
Efri deild: 73. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (1744)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Ingvar Pálmason:

Ég skil vel afstöðu hv. 1. þm. Reykv. Hann er sannfærður um það, að síldarleitin komi aldrei að notum, og út frá því er ekki nema eðlilegt, að hann telji rétt að afnema síldarskattinn. En ég er ekki eins sannfærður um þetta eins og hv. 1. þm. Reykv., og tel þvert á móti miklar líkur til þess, að síldarflugið geti komið að miklum notum, og af þeim ástæðum tel ég ekki tímabært að nema l. úr gildi nú.

Hvað það snertir, að vanefndir hafi orðið á framkvæmd síldarleitarinnar eftir 1., get ég litlu um það svarað, en því aðeins hefir skatturinn verið innheimtur, að gerðir hafa verið samningar milli ríkisstj. og flugfélagsins um síldarleitina, og er það mál milli þessara aðilja, ef um vanefndir hefir verið að ræða í þessu efni. En hitt er vist, að í sumar verður ekkert síldarflug, og þá ekki heldur innheimtur neinn skattur vegna þess.