26.04.1932
Neðri deild: 60. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1705 í B-deild Alþingistíðinda. (1761)

288. mál, varnir gegn berklaveiki

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég skal viðurkenna það með hv. þm. A.-Sk., að það munni vel mega finna réttlátari aðferð við að jafna niður berklavarnakostnaðinum en með nefskatti. T. d. mætti jafna honum niður á sýslufélögin eftir efnum og ástæðum. En það getur ekki talizt neitt réttlæti að láta þau sýslufélög, sem minnst afhroð hafa goldið vegna veikinnar, verða léttast úti með greiðslurnar, því að lög þessi eru fyrst og fremst sett til þess að vernda þá heilbrigðu. Annars má minna á það, að meginþunginn af þessum berklavarnalögum hvílir á ríkissjóði og þar með á skattþegnunum samkv. hinum almennu tolla- og skattalögum.