02.05.1932
Neðri deild: 65. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1708 í B-deild Alþingistíðinda. (1770)

288. mál, varnir gegn berklaveiki

Magnús Guðmundsson:

Ég lít svo á, að það geri ekkert til, þó að þetta orð sé óbreytt í eldri lögunum, en af því að hér er um ný lög að ræða, sem ekki verða felld inn í texta eldri laganna, þá þurfa þau ekki að verða höttótt, þó að breytt sé þessu orði í frv. Og ef hv. flm. hefir ekkert á móti því, þá ætla ég að leyfa mér að flytja skrifl. brtt. um, að fyrir orðið „stjórnarráðið“ á tveimur stöðum í b-lið brtt. á þskj. 590, komi: ráðherra.