14.04.1932
Neðri deild: 51. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1732 í B-deild Alþingistíðinda. (1802)

35. mál, lækningaleyfi

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Það getur ekki orkað tvímælis, að þörf er á ýtarlegri löggjöf á þessu sviði en verið hefir. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, virðist í flestu vera til bóta. N. hefir því lagt til, að það verði samþ., enda þótt einstakir nm. hafi áskilið sér rétt til að koma með brtt.

Um það verður ekki deilt, að nauðsynlegt er, að ákvæði séu í lögum um það, að læknar þurfi löggildingar eða leyfis til að reka atvinnu sína, því að vitanlega eru próf og kunnátta ekki einhlít hér fremur en annarsstaðar, nema síður sé, ef annað brestur, hvort sem þeir brestir liggja í skapgerð eða öðru. Í frv. þessu eru fólgin ákvæði, sem gera hvorttveggja í senn, að tryggja aðstöðu fólks gagnvart læknunum og ákveða skýrar um réttindi þeirra lækna, sem lækningaleyfi öðlast, og gera þá óháðari.

Komið hafa fram brtt. við frv., sem n. hefir ekki tekið afstöðu til, en ég vil litið eitt geta frá mínu sjónarmiði.

Brtt. á þskj. 195 fer fram á, að smáskammtalæknar séu undanþegnir þessari löggjöf. Með þessu móti er þeim gert hærra undir höfði en öllum öðrum, á rann hatt, að engin lög ná til þeirra, en slíkt mér auðvitað ekki nokkurri att. Hlýtur að vera um einhvern misskilning að ræða hjá hv. flm. brtt. þessarar.

Brtt. á þskj. 163 frá hv. flm. sjálfum gengur nokkuð lengra en frv. í ákvæðum um auglýs., og virðst ekki ástæða til að mæla gegn henni. Önnur brtt. á þskj. 189 frá hv. flm. er orðabreyt., að í stað „heilbrigðisstjórn“ komi „ríkisstjórn“. N. hafði lagt til í frv. um skipun læknishéraða, að í stað „heilbrigðisstjórn“ kæmi „ráðherra“. Hygg ég réttast, að svo væri einnig hér, og býst ég við, að fram komi skrifl. brtt. um það.

Þá er brtt. á þskj. 250 frá hv. 1. þm. S.-M., sem er að nokkru orðabreyt., sem n. hefir ekki tekið afstöðu til. Hún fer fram á, að í stað „lækningar“ komi „læknisatvinnu“. Ég hygg réttast, að í frv. stæði „rétt til að stunda lækningar“, sem er annað en brtt. fer fram á. Hygg ég svo ekki þörf að fara fleiri orðum um frv. að sinni. Flm. gerði grein fyrir helztu nýmælum þess við 1. umr., og þarf því ekki að endurtaka það.