19.03.1932
Neðri deild: 33. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (1890)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Flm. (Einar Arnórsson):

Eins og kunnugt er, var samþ. á síðasta þingi frv. um að leggja Skildinganeskauptún undir Rvík, og er það nú orðið að lögum. Breyt., sem þar með var gerð, gerir nauðsynlegt að fá breyt. á hafnarlögum Rvíkur, þannig að þau nái einnig til strandlengjunnar framan við Skildinganes. Sömuleiðis er gert ráð fyrir, að takmörk hafnarinnar færist lengra inn eftir. Ég skal geta þess, að á frv. eru gallar að því er snertir skilgreiningu þess á takmörkum hafnarinnar, sem hvorki ég, bæjarstjórn né hafnarnefnd tók eftir áður en frv. var prentað. Þá galla þarf að laga, og vona ég, að sú hv. n., sem málið fær til meðferðar, sinni því. Legg ég til, að frv. verði vísað til allshn.