15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1828 í B-deild Alþingistíðinda. (1894)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Bergur Jónsson:

Út af því, sem hv. þm. N.-Ísf. sagði, get ég lýst yfir því, að ég hefi átt tal við hv. þm. G.-K. um frv. Þetta, með þeirri brtt., sem fyrir liggur, og hefir hann sagt mér, að hann hefði ekkert við það að athuga. Í fyrstu óskaði hann eftir nokkurra daga fresti áður en hann segði álit sitt um frv., en svo gaf hann allshn. það svar, að hann hefði ekkert við það að athuga.