20.04.1932
Neðri deild: 56. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1833 í B-deild Alþingistíðinda. (1906)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Úr því að hæstv. forseti hefir tekið mál þetta út af dagskrá, vil ég leyfa mér að ítreka þá ósk til hv. allshn., að hún nú geri gangskör að því að efna þau heit, er mér voru gefin, og upplýsa deildina um álit hreppsnefndaroddvita ljósfellshrepps og sýslunefndaroddvita Kjósarsýslu. Ég tek þetta fram nú, svo þetta þurfi ekki að valda óþörfum drætti, því liggi þessar upplýsingar ekki fyrir við umr., þá mun ég fara fram á, að málið verði aftur tekið út af dagskrá.