25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1833 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Bjarni Ásgeirsson:

Ég vil biðja hæstv. forseta að taka þetta mál af dagskrá, þar sem nú eru fjarverandi vegna veikinda 3 þeir hv. þm., sem láta þetta mál aðallega til sín taka, en það eru þeir hv. þm. G.-K., hv. þm. Borgf. og hv. 2. þm. Reykv. Ég veit, að hv. 2. þm. Reykv. hefir borizt aths. við frv. frá hreppstjóra Mosfellssveitar, og hv. þm. hefir hugsað sér að taka hana til greina, en ekki unnizt tími til þess enn. Ég vil því mælast til þess, að hæstv. forseti taki málið af dagskrá.