28.04.1932
Neðri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1850 í B-deild Alþingistíðinda. (1920)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.]:

Vegna þeirrar yfirlýsingar sýslumannsins í Hafnarfirði, sem hv. þm. Barð. sagði frá hér aðan, vil ég geta þess, að samkv. bréfi frá oddvita Seltjarnarneshrepps hefir hreppsnefndin þar „— — — ákveðið á fundi sínum hinn 23. þ. m., að mótmæla því ákvæði frv. þessa, sem leitt getur til þess, ef að lögum yrði, að skip, sem liggja á venjulegri skipalegu téðra eyja, verði skattskyld til Rvíkurhafnar. Væntir hreppsnefndin, að háttvirt Alþingi taki þessi mótmæli til greina“.

Þeir vilja að sjálfsögðu, hreppsbúarnir, vernda rétt sinn til þess að hafa kvaðalausan rétt áfram til þess að reka útgerð frá þessum eyjum, þannig, að skip þaðan, sem þar eru afgreidd, verði ekki gjaldskyld til Rvíkurhafnar nema því aðeins, að þau noti innri höfnina. Fram á þetta er farið í brtt. minni á þskj. 535. Væti ég, að hv. d. taki fullt tillit til þessa atriðis. Alþ. má aldrei gera upp á milli sveitarfélaga, þannig að eitt fái rétt til þess að skattleggja framleiðslu eða framkvæmdir innan takmarka annars.