28.04.1932
Neðri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1850 í B-deild Alþingistíðinda. (1921)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Héðinn Valdimarsson:

Hv. þm. Borgf. og hv. þm. N.-Ísf. töluðu um mótmæli hreppsnefndar Seltjarnarneshrepps. Það er nú komið á fullt samkomulag. Það er því svo, að þótt þeir óski e. t. v. breyt. á frv., þá er nú orðið á engan hátt ósamkomulag um efni þess. Ef hv. þm. N.-Ísf. tekur ekki aftur síðari hl. brtt. sinnar. „enda eru þau skip, sem afgreidd eru í Viðey, ekki gjaldskyld til Rvíkurhafnar“, þá getur hann valdið misskilningi, þannig að ef skip, sem afgr. er í Viðey, kemur á eftir til Rvíkur, þá teljist það ekki gjaldskylt til Rvíkurhafnar. Til þess að útiloka þetta, vil ég leyfa mér að koma hér fram með skrifl. brtt. sem viðauka við brtt. hv. þm. N.-Ísf. á þskj. 535. Hún hljóðar svo: „Aftan við brtt bætist: vegna þeirrar afgreiðslu“. Verði brtt. þessi samþ., þá hygg ég, að ekki þurfi að verða deila út úr þessu á milli Rvíkurbæjar og Seltjarnarneshrepps.