28.04.1932
Neðri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1851 í B-deild Alþingistíðinda. (1923)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Jón Ólafsson:

Hv. þm. Borgf. gerði lítið úr því, að þeir, sem nú eru veðhafar í Viðey, hefðu gert sig ánægða með brtt. hv. þm. N.-Ísf. Ég hafði alls ekki búizt við, að út af jafnlitlu atriði sem þessu gæti nokkrum dottið í hug svo smásálarleg hugsun, að menn gætu aldrei gert neitt nema í eigingjörnum tilgangi, hversu lítið sem það væri. Það er hrein og bein ofraun að ætla nokkrum manni slíkt. Ég er kunnugur bréfi hreppstjórans í Mosfellshreppi. Hann á land þarna út í miðjan Grafarvog, en telur sig engu skipta, hvernig þetta fer, því að það muni aldrei skerða rétt hans, því að um fjöru eru leirur þær, er tilheyra honum af voginum. alveg þurrar, en þó dettur hv. þm. Borgf. í hug, að þarna sé um eitthvað dýrmætt hafnarstað að ræða, þar sem hægt sé að skattleggja skip, sem þangað eiga að fara, fyrir siglingar um ytri höfn Rvíkur. Það er svo sem ekki hætt við öðru en farið verði að sigla inn á þessa höfn, sem alveg er á þurru um fjöru. Ég held nú, að allir hljóti að sjá, að þessi staðhæfing er svo fráleit, að hún hlýtur að falla um koll af sjálfu sér.

Þá talaði hv. þm. um okurgjöld hjá höfninni hér í Rvík. Ég veit ekki, hvaða ástæðu hv. þm. hefir til þess að kvarta undan þessum þau hafnargjöldum. Þeir, sem bera þau, hafa ekki kvartað, en í þeirra tölu er hv. þm. Borgf. ekki. Reynslan hefir samt orðið sú, að þrátt fyrir hin þau hafnargjöld her, hefir okkur þó frekar en hitt vantað fé til þess að gera höfnina nógu virðulega og vel úr garði til þess að taka eins höfðinglega og vera ber á móti hv. þm. Borgf., þegar hann kemur siglandi hingað ofan af Skaganum með sínar þjóðfrægu kartöflur. Annars er það vist, að eins og nú standa sakir, er ekki nærri nógu mikið pláss á ytri höfninni, því að ganga verður út frá því, að útvegurinn haldist eins og hann er nú, því að mér hrýs hugur við að gera ráð fyrir, að hann gangi saman.

Hvað snertir brtt. hv. þm. N.-Ísf. verð ég að segja það, að hún hefði gjarnan mátt vera svo skýr, að hægt hefði verið fyrir hvern meðalgreindan mann að skilja hana eins og hún lá fyrir, en því er ekki að heilsa, þar sem hv. flm. hefir orðið að halda langa ræðu til þess að skýra, hvað hann eiginlega meinti með henni. Ég fyrir mitt leyti tek skýringu hans alls ekki til greina.