22.04.1932
Efri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1859 í B-deild Alþingistíðinda. (1949)

404. mál, fasteignalánafélög

Jón Baldvinsson:

Ég var ekki að setja mig upp á móti frv., heldur aðeins að leita upplýsinga. Nú hefir hv. 1. landsk. upplýst, að enginn félagsskapur standi að baki frv. Má vel vera, að frv. Þetta komi að gagni síðar, þótt ég efist um, að svo verði. Þegar svipuð löggjöf var á ferðinni 1928, fullyrtu þeir, sem að henni stóðu, að fé væri fyrir hendi, sem og var, því að það lánsfélag mun hafa lánað út um 2 millj. kr. Fjmrh. hefir nú lagt blessun sína yfir málið, og styrkir það auðvitað framgang frv.