14.05.1932
Neðri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1860 í B-deild Alþingistíðinda. (1956)

404. mál, fasteignalánafélög

Frsm. (Magnús Jónsson) [óyfirl.]:

Fjhn. hefir komið sér saman um að mæla með því, að frv. þetta gangi óbreytt fram. Þetta frv. er einfalt og er frá efni þess skýrt í grg., svo að óþarfi er að mæla frekar með því. Það gekk ágreiningslaust í gegnum hv. Ed., og eins þótti að geta orðið hér.

Á þingi 1928 voru sett l. um lánafélög, sem miðuð voru við 1. veðrétt. En þó að sé gott og nauðsynlegt að geta fengið lán út á 1. veðrétt í húsum, þá er því samt svo varið, að á milli þeirrar upphæðar, er út á 1. veðrétt fæst, og þess framlags, sem eigandi hússins getur sjálfur látið í té, er oft talsvert bil, sem þarf að brúa. En það er oft erfiðast. Og í það bil eru sett þau lán, sem dýrust eru og mestu valda um það, að húsaleiga verður óþarflega dýr. Er því mikilsvert, ef þessi l. gætu orðið til þess, að hæfilega dýr lán fengjust ú á 2. veðrétt.

Fleira sé ég ekki ástæðu til að taka fram, en vil vísa til grg. frv.