06.05.1932
Neðri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1886 í B-deild Alþingistíðinda. (2012)

215. mál, millisíld úr búi Síldareinkasölu Íslands

Frsm. meiri hl. (Guðbrandur Ísberg):

Það mun vera svo ástatt um hag síldareinkasölunnar, að þess mun varla að vænta, að eignir hennar hrökkvi fyrir meiru en forgangskröfum ríkissjós. Það kemur því út á eitt, hvort svo er ákveðið, að þessa millisíld skuli greiða sem forgangskröfu eða með því að fella niður jafnháa upphæð af kröfum ríkissjóðs. En ég hefi orðað þetta svo í frumv., vegna þess að mér var vað ljóst, að eigi mátti ganga á rétt annara skuldheimtumanna einkasölunnar, þó að þar væri að vísu ekki nema um formsatriði að ræða. Eins og bráðabirgðalögin, sem nú eru orðin að lögum, voru orðuð, rann andvirði millisíldarinnar beint inn í búið. Og það var ekki hægt að heimta það þaðan aftur, nema gerð væri breyt. á bráðabirgðalögunum, og það efnisbreyt. Ég vildi því ekki fara fram á að breyta því lagafrv., heldur reyna að ná sama takmarki með því að fá kröfuna í gegn með nýjum lögum. Og til þess að ekki að formi til verði hallað á kröfueigendur í búinu, er ekki hægt að fara aðra leið en þessa.