17.05.1932
Efri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1889 í B-deild Alþingistíðinda. (2022)

215. mál, millisíld úr búi Síldareinkasölu Íslands

Frsm. (Einar Árnason):

Hv. 3. landsk. hefir sennilega ekki verið viðstaddur, þegar 2. umr. fór fram, því þá skýrði ég, hvernig á því stæði, að frv. Þetta er fram komið, og sömuleiðis skýrði ég frá því þá, að það væri álít n., sem athugaði frv., að rétt væri, að þessi greiðsla færi fram. En til þess að skýra þetta fyrir hv. 3. landsk., verð ég að endurtaka nokkuð af því, er ég sagði þá.

Ég skal þá fyrst geta þess, að sú upphæð, sem um er að ræða, að síldareinkasalan greiði, og lenda myndi á ríkissjóði, nemur nál. 20 þús. kr. því hefir nú verið svo varið með millisíld, að þó að einkasalan hafi séð um sölu á henni, þá hefir henni samt verið haldið í sérstakri deild, sem ekki hefir verið neitt blandað saman við stórsíldina. Greiðsla á henni hefir því gengið til eigenda hennar eftir því, sem hún hefir selzt. Sama fyrirkomulagi var haldið á síðastl. ári eða hausti, þegar millisíldarveiði byrjaði. Einkasalan lagði til tunnur og salt, og þegar búið var að salta í tunnurnar, tók síldareinkasalan að sér sölu á þeim. Af því sem selt var áður en síldareinkasalan var lögð niður, greiddi hún eigendum verðið, sem fyrir þær fékkst, að kostnaði frádregnum. En þegar bráðabirgðal. voru gefin út, þá höfðu millisíldareigendur afhent síldareinkasölunni 500 tunnur, er samkv. heim l. lentu í búi síldareinkasölunnar. Sú millisíld, er aflaðist eftir að bráðabirgðal. voru gefin út, var síldareinkasölunni ekkert viðkomandi, og gátu þeir, sem hana áttu, selt og fengið fullt verð fyrir hana.

Hér er því aðeins um nokkra menn að ræða, sem voru svo óheppnir að lenda í því að eiga síld sína hjá einkasölunni, þegar hún var lögð niður. Það getur ekki talizt sanngjarnt, að þeir tapi öllu andvirði sinnar síldar af þeirri einni ástæðu, að hún var afhent á þessum tíma.

Sjútvn. sýnist því sanngjarnt, að síldareigendum þeim, er hér um ræðir, verði greiddar þessar 20 þús. kr., án þess að það komi niður á skuldheimtumönnum síldareinkasölunnar. Það virðist því öll sanngirni mæla með því, að þetta frv. sé samþ., enda þótt ríkissjóður tapi við það um 20 þús. kr. meira en ella mundi.