17.05.1932
Neðri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1892 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

365. mál, eftirlit með skipum og bátum

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Milliríkjasamningur sá, sem um ræðir í 1. gr. frv., var gerður í Lundunum árið 1929, og voru samningsaðilar Englendingar, Norðurlandaþjóðirnar allar og ýms fleiri ríki, sem ég hirði ekki um að telja upp. Hann á að ganga í gildi 1. nóv. í haust. En áður þarf að gera ýmsar smábreytingar á núgildandi löggjöf samningsríkjanna um þau atriði, sem samningurinn fjallar um. Þetta frv. er lagt fram til þess að fá þá breyt. samþ. á okkar löggjöf, sem nauðsynleg er í þessu sambandi. Hinar Norðurlandarþjóðirnar, a. m. k. Danir og Norðmenn, munu þegar hafa samþ. svipaða lagabreyt. hjá sér með tilliti til þessa samnings, og við samningu þessa frv. munu þau lög hafa verið höfð fyrir augum, að svo miklu leyti sem við átti.

Þetta frv. er samið af atvinnumálaráðuneytinu, var flutt í hv. Ed. og samþ. þar óbreytt.

Sjútvn. hefir athugað frv. og leggur einróma til, að það verði samþ., enda er hér ekki um að ræða nema smávægilegar breyt., sem gerðar eru til öryggis skipum og bátum, og sumar hafa áður verið skoðaðar sem óskrifuð lög.

Ég tel ekki ástæðu til að fjölyrða um rétta frekar, en vísa að öðru leyti til grg. frv.