17.05.1932
Efri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1897 í B-deild Alþingistíðinda. (2070)

527. mál, reksrarlán fyrir Landsbanka Íslands

Frsm. (Einar Árnason):

Þetta frv. er um að veita ríkisstj. heimild til að ábyrgjast rekstrarlán fyrir Landsbanka Íslands, að upphæð £100 þús., til eins árs. Frv. var flutt af fjhn. og hefir gengið í gegnum þrjár umr. í Nd. Fjhn. þessarar d. hefir athugað frv. og mælir með, að það verði samþ. Að öðru leyti þarf ekki að skýra þetta frv. Það er fram komið sem varúðarráðstöfun, en tilætlunin er þó, að þessi heimild verði ekki notuð nema knýjandi ástæður séu fyrir hendi.