30.04.1932
Neðri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1898 í B-deild Alþingistíðinda. (2076)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Frsm. (Guðbrandur Ísberg) [óyfirl.]:

Menntmn. flytur hér ofurlitla breyt. á 13. gr. laganna frá 1919 um skipun og laun barnakennara, í þá átt að bæta, að litlu leyti þó, kjör þau, er þessi lægst launaða stétt á við að búa, sérstaklega í kaupstöðum, þar sem dýrtíð er mest. Lagmarkslaun kennara í kaupstöðum eru 2387 kr., að meðtalinni dýrtíðaruppbót. Það eru ekki fullar 200 kr. á man. Hér í Rvík er það rétt svo, að einhleypir menn geta lifað af þessu, en fjölskyldumenn geta með engu móti komizt af með það og er því nauðugur sá kostur að leita sér aukastarfs. En ég lít svo á, að kennarastarfið sé svo lagað, að það útheimti alla krafta mannsins, ef það er samvizkusamlega rækt.

Í þessu frv. er lagt til, að á heim stöðum á landinu, bæi í bæjum og sveitum, sem hafa ákveðið að greiða starfsmönnum sínum hærri dýrtíðaruppbót en ríkið greiðir, þar skuli barnakennarar sitja við sama borð og aðrir starfsmenn héraðanna og mismunurinn greiðast úr bæjar-og sveitarsjóðum. Það liggur í augum uppi, að það nær engri átt að leggja það á ríkið að greiða þetta. Þá greiddi ríkið mismunandi háa dýrtíðaruppbót og yrði það örðugt í framkvæmd, enda stendur þetta bæjunum næst. Það kemur líka til greina, að það er ekki nema eðlilegt, að kennarar leiti frá heim stöðum, þar sem dýrtíð er mest, og þangað, sem dýrtíð er minni, ef ekki er ráðin bót á þessu. Bæir geta þannig misst sína beztu starfskrafta.

Þetta virðist svo augljóst mál, að ég tel ekki þörf að fjölyrða um það að sinni, en ég vil mælast til þeirrar velvildar hv. þd., að hún vísi frv. áfram.