30.04.1932
Neðri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1906 í B-deild Alþingistíðinda. (2085)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Jón Auðunn Jónsson:

Hæstv. fjmrh. vildi halda því fram, að kennararnir væru starfsmenn bæjar- og sveitarfélaga. Ef svo væri, þá ættu bæjar- og sveitarfélögin að ákveða, hverjir hlytu kennarastöðurnar, en það er ríkisvaldið (dómsmrn.), sem ákveður það, og þess eru mörg dæmi, að kennslumálastj. hafi veitt stöðurnar gegn tillögum skólanefndanna, sbr. Hafnarfjörð, Vestmannaeyjar o. fl.

Viðvíkjandi því, hvort staðaruppbót skuli greidd af bæjarfél., get ég upplýst það, að ég sé, sé í launalögum Dana stendur, að slík staðaruppbót skuli greidd að mestu úr ríkissjóði, til allra, bæði hátt og lagt launaðra. Það er vist, eins og hv. 4. þm. Reykv. sagði, að samþykkt þessa frv. verður ekki til þess að hækka laun barnakennaranna. Þegar lítið er til þeirra tíma, sem nú eru, þá er víst, að það verður aðeins til að lækka laun annara starfsmanna bæjarfél. Það er sýnilegt, að þetta og næsta ár eru óheppilega valin til að koma fram launahækkun við nokkra stétt manna.