03.05.1932
Neðri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1909 í B-deild Alþingistíðinda. (2093)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég gerði nokkra grein fyrir þessari till. minni, þegar ég lagði hana fram við síðustu umr. þessa máls. Það var nokkuð um hana rætt þá, og hirði ég ekki um að endurtaka neitt af því. Eftir till. n. myndu ekki aðrir barnakennarar njóta uppbótar en barnakennararnir hér í Rvík, því uppbótin á að miðast við þá dýrtíðaruppbót, sem bæjarfél. greiða öðrum starfsmönnum sínum. Og eftir því, sem ég veit bezt, greiðir enginn kaupstaður annar en Rvík starfsmönnum sínum föst laun og dýrtíðaruppbót. Í minni till. er aftur á móti gert ráð fyrir að miða uppbótina við 50% af húsaleigu eftir meðalíbúð. Hygg ég, að ekki verði fundinn réttari grundvöllur þegar um staðaruppbót á launum er að ræða.