14.05.1932
Efri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1914 í B-deild Alþingistíðinda. (2105)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Jakob Möller [óyfirl.]:

Það var borin fram í bæjarstj. Rvíkur till., sem fór í sömu átt og þetta frv., og úr því að hv. frsm. vek að meðferð hennar í bæjarstj. Rvíkur, vil ég segja frá því, sem þar fór fram.

Eins og kunnugt er, ákvað bæjarstj. að greiða starfsmönnum sínum sömu dýrtíðaruppbót fyrir þetta ár og verið hefir undanfarið. — Ég vil skjóta því til hæstv. forseta, hvort hann vill ekki gefa fundarhlé, því það eru nú svo fáir í d., að það mun varla vera fundarfært. (Forseti: Ekki kann ég nú við það, en ég skal hringja). Það þýðir ekkert. (JónJ: Það er bezt að gefa fundarhlé). Forseti (hringir): Nú er fundarfært). Já, en mér þykir leiðinlegt að hafa af hv. dm. þá skemmtun, setu vera mun í aðsigi í hv. Nd. — Jæja, bæjarstj. ákvað þetta. Jafnframt kom fram till. um, að bæjarstj. skyldi borga kennurum í þjónustu bæjarins sömu dýrtíðaruppbót og öðrum starfsmönnum bæjarins. Þetta gat meiri hl. bæjarstj. ekki fallizt á, af því að það væri allt annar aðili, sem ákvæði laun kennaranna, og annar, sem ákvæði laun starfsmanna bæjarins. Og þó bæjarstj. ákvæði að lækka ekki dýrtíðaruppbót starfsmanna bæjarins, af því að laun þeirra mættu ekki lægri vera, þá er ekki þar með sagt, að laun kennara séu of lág. Þau eru ákveðin af ríkinu með tilliti til launa annara starfsmanna þess, og miðast þannig við allt annað en laun starfsmanna bæjarins. Auk þess er það nú þannig, að það er lögákveðið, að ríkissjóður borgar kennurunum 2/3 launa reirra, alla aldursuppbótina og alla dýrtíðaruppbótina, enda eru þeir skipaðir af ríkisstj. og bærinn hefir ekki vald nema að litlu leyti til að raða því, hvaða kennarar eru í þjónustu hans. Þeir eru því starfsmenn ríkisins fyrst og fremst. Þess vegna er það, að bæjarstj. taldi ekki rétt; að hún færi að taka þetta mál að sér. Þannig gat bæjarstj. auðvitað ekki farið að fella úrskurð um, þar sem dýrtíðaruppbótin var látin lækka hjá öllum starfsmönnum ríkisins, að þetta væri rangt að því er barnakennarana snerti. Alþ. hefir sjálft skammtað þeim launin, og bæjarstj. gat ekki á hann hátt farið að taka fram fyrir hendur þings og stjórnar.

Hinsvegar er á það að líta, að það hefir dregizt nokkuð lengi af ýmsum ástæðum, en verið í ráði að endurskoða launareglugerð bæjarins og ákveða laun starfsmanna hans af nýju og e. t. v. fella niður dýrtíðaruppbótina og setja launin föst. En þetta hefir dregizt m. a. af því, að þegar það varð að ráði að setja bæjarráð fyrir Reykjavík — en það var samþ. með lögum 1930, en hefir ekki komizt í framkvæmd enn, af því að ríkisstj. og bæjarstj. kemur ekki saman um, hve margir menn eigi að vera í því —, þá var því hugað það verkefni að koma þessari endurskoðun í framkvæmd. En þessi endurskoðun getur ekki dregizt von úr viti og hlýtur að verða framkvæmd á þessu eða næsta ári, og þá getur farið svo, að þessi launabót kennaranna falli niður af sjálfu sér, þó hún verði samþ. hér. Ef það er tilgangur þingsins að bæta laun kennaranna, þá er óvíst, að sá tilgangur náist með því að samþ. Þetta frv. Það geta fallið niður forsendurnar fyrir því, að kennararnir fái bætt laun sín með því, ef dýrtíðaruppbótin verður felld niður.

Hinsvegar er það rétt, að það var ekki eindregin mótstaða gegn því í bæjarstj., að hún legði eitthvað fram úr bæjarsjóði til að bæa kjör kennaranna, þó rétta væri ekki samþ., m. a. af því, að það er ennþá óákveðið um laun starfsmanna bæjarins, og að þetta tvennt, laun þeirra og laun kennaranna, stendur ekki í beinu sambandi hvað við annað.

Hitt er satt, að hér er ekki um stóra upphæð að ræða fyrir bæjarfél. Það er gengið út frá því í frv., að bæjarsjóður borgi mismuninn á dýrtíðaruppbót starfsmanna ríkisins, og það mun nú vera 27%, sem ríkissjóður greiðir þeim, og dýrtíðaruppbót starfsmanna bæjarins, sem er nú 40%, þá er mismunurinn 13%, og mér er sagt, að það kæmi til með að nema eitthvað innan við 20 þús. kr. Svo þetta er ekki neitt verulegt atriði fyrir bæinn.

En það var aðeins þetta, sem ég vildi benda á, að ef það er virkilega meining þingsins að bæta launakjör kennaranna, þá er óvíst, að þetta frv. nái þeim tilgangi.