03.05.1932
Neðri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (221)

297. mál, fjáraukalög 1931

Frsm. (Hannes Jónsson) (óyfjrl.]:

Út af innflutningsskýrslunum og umr. um þær skal ég upplýsa, að samkv. þeim lögum, sem innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir, er svo ákveðið, að vörur má ekki afhenda fyrr en slíkar innflutningsskýrslur eru afhentar, og það liggur í valdi viðkomandi lögreglustjóra að sleppa ekki vörunum fyrr en innflutningsskýrslurnar eru afhentar. Og hann getur heimtað, að afgreiðsla þess skips, sem vörurnar hefir flutt, skili skýrslunum, ef hún hefir afhent vörurnar. Það þarf því ekki og á ekki að valda neinum kostnaði fyrir ríkissjóð að safna þessum skýrslum. Það er ekki annað en koma fastri reglu á um innheimtu þessara skýrslna, og þar, sem ég þekki til, er framkvæmdin þessi, sem ég nú hefi lýst. Það er að vísu oft dregið nokkurn tíma að afhenda skýrslurnar, en sýslumennirnir geta alltaf snúið sér til hlutaðeigandi afgreiðslu, ef hún er búin að afhenda vörurnar, og þá yrði hún að útvega innflutningsskýrslu um vörurnar, og hefir líka alltaf gert ráð, og það er af því, að afgreiðslan hefir þá látið úti veirurnar án þess að hafa heimild til þess. Svo hvort hér er um litlar eða miklar greiðslur að ræða, skiptir engu máli, því það á alls ekkert að greiða fyrir það.

Út af því, sem sagt hefir verið um snjóbílana og þann mikla kostnað, sem af þeim hefir verið, og gagnsleysi þessarar tilraunar, sem óneitanlega hefir kostað nokkuð mikið, þá verð ég nú að segja það, að ég sé ekki mjög mikið eftir þeirri fjárhæð, sem í þetta hefir farið, því mér er nær að halda, að af tilraununum með þann bílinn, sem fengizt hefir við flutninga yfir Holtavörðuheiði, sé sæmileg útkoma. Það má ekki miða við þær greiðslur, sem þarna koma í ljós í sambandi við varahluti til bifreiðanna, og ýmislegt fleira, því að rekstri þeirra hefir ekki verið hagað eins og skyldi. Bílarnir hafa verið látnir ganga niðri í sveitum, þar sem snjólaust hefir verið, en á því fara þeir verst. Það hafa orðið litlar skemmdir á bílnum á sjálfri Holtavörðuheiði, en þær urðu aðallega á þeim leiðum, sem liggja um sveitir. Ég man, að þessi bíll var einu sinni látinn fara til Blönduóss og að hann skemmdist talsvert á þeim vegi, því þá varð hann oft að fara um mjög ósléttan veg. Á þessum stöðum er það, sem ýmislegt festist inn í reimarnar, svo að þær slitna eða togna, og það verður miklu kostnaðarmeira að reka bílana með því móti en ef það væri regla að láta þá aldrei ganga nema yfir heiðar, því fólki er líka hægara að komast leiðar sinnar í sveitum en á fjöllum. Ég er viss um, að viðhaldskostnaðurinn á bílnum verður miklu minni en hann varð 1930, ef bíllinn er aðeins látinn ganga yfir Holtavörðuheiði, og ég hygg, að þær tekjur, sem fást af því að láta bílinn ganga niðri í sveitum, séu minni en þær, sem fast af því að láta hann ganga yfir sjálfa heiðina. Og a. m. k. er ekki hægt að segja það með sanni, að tilraunir þær, sem gerðar hafa verið, sýni rétta mynd af því, hvernig útkoman yrði, ef þessir bílar væru látnir ganga aðeins yfir heiðina sjálfa. Það má t. d. benda á það, að benzínkostnaðurinn við bílinn á Holtavörðuheiði er ekki nema 82 aurar á hvern ekinn km., en ég held, að á bílunum hér sunnanlands hafi benzínkostnaðurinn orðið kr. 1.10 á hvern ekinn km., eða meira á öðrum, en á öðrum var þetta talsvert minna. Annars er það einkennilegt, hve mikill munur er á því, hvað benzínið kostar á þessum bílum, þó þeir séu af svipaðri stærð. Það er t. d. mikill munur á því, hvað það kostar meira á bílunum, sem ganga yfir Hellisheiði, en á bílnum, sem gengur yfir Holtavörðuheiði.

Þar sem hv. 2. þm. Skagf. minnist á fjáraukal. og formið, þá er það kannske villandi, sem hann sagði, að þetta mætti færa á reikninginn, þannig að það kæmi á viðkomandi grein. Náttúrlega kemur þetta á viðkomandi gr. reikningsins.: rekstrarreikningi er hver liður færður út af fyrir sig á tilsvarandi gr., svo að heildarniðurstaðan á hverri grein kemur rétt. þessar fjárveitingar eiga að koma á viðkomandi lið hverrar gr. Það er ekki fullkomlega upplýsandi fyrr en það verður svo, og það á að vera ósköp auðvelt, fyrst þessum greiðslum er þannig háttað, að það er sjáanlegt, á hvaða lið hverrar gr. Þær eiga að koma. Ég skal t. d. taka það, sem ég nefndi aðan sem dæmi, og það var kostnaðurinn árið 1926 af sendiherranum. Þar er í gr. sjálfri færðar eitthvað rúmar 19 þús. kr., en fjárveitingin fyrir það ár er eitthvað um 17 þús., svo þar kemur umframgreiðsla á sjálfan liðinn. En auk þess eru í fjáraukal. 22500 kr. Hvers vegna er ekki hægt að ávísa þessum 22500 kr. beint á þennan lið þessarar gr. eins og því, sem þar er áður inn komið? Ennfremur er þar ávísun á sömu gr. undir annan lið, viðgerð á ráðherrabústaðnum. Það var áætlað þetta ár 3 þús., en notaðar voru 7500 kr. Ef maður lítur á þetta, þá heldur maður, að þarna sé allur kostnaðurinn, en í fjáraukal. fyrir hetta ár eru hvorki meira né minna en 35 þús. kr. Hvers vegna er verið að setja þarna 41/2 þús. kr. í umframgreiðslu á sjálfa gr., en flytja 35 þús. kr. inn í fjáraukalög? Svona er þetta og svona hefir þetta verið um langan tíma, síðan þessi ósiður komst á, að vísa á þessi væntanlegu fjáraukalög. Það hefir ekkert verið hugsað um það, hvort til sé í frv. sjálfu tilsvarandi liður, sem er að vísa þessu á. Ég skal fyllilega játa, að það getur verið erfitt að átta sig á því, á hvaða lið þessi eða hin greiðsla, sem um er að ræða í það og það skiptið, eigi að koma; en það er ekki svo erfitt, að það sé frágangssök að vísa strax á hlutaðeigandi gr. Ég hefi bent á 2 upphæðir; sem liggja alveg ljóst fyrir, hvert á að vísa. Að ég nefndi þetta ár, er ekki fyrir annað en að þetta með sendiherrann er svo stór upphæð, og svo var það bara tilviljun, að ég tók hitt dæmið, en ekki fyrir það, að þetta sé svo sérstaklega einkennandi fyrir þetta ár eða það tímabil, sem ég þekki í sögu þessa landsreikningsforms. Þetta hefir verið af mesta handahófi gert, og er það enn, og er sannarlega kominn tími til að átta sig á því, að svona má það ekki vera framvegis. Annars skal ég, fyrst ég er farinn að minnast á framtíðarskipulag á fjáraukal., gjarnan láta í ljós nú, eins og ég hefi gert áður, að okkar fjáraukal. ættu að vera í svipuðu formi ég hjá Dönum. En þar eru þau gerð þannig, að í fjáraukal. eru færðar allar frávikningar frá fjárl. sjálfum. Það er tekið upp, ef tekjur hafa orðið meiri en gert hefir verið ráð fyrir í frv., og ef gjöldin hafa orðið minni, þá er einnig sá mismunur tekinn upp. Þetta er það fullkomnasta form á fjáraukal. Þessi fjáraukal. önnur, sem ég hefi ekki minnzt á, en hæstv. fjmrh. áminntist á, eru þau, sem hafa raunverulegt gildi fyrir þingið í hvert skipti, og þau, sem ákveða greiðslur á yfirstandandi ári, sem óhjákvæmilegt er að inna af hendi, en ekki koma inn í fjárlfrv. þegar það er samþ. Og æskilegt væri, að hægt væri á hverjum tíma að koma sem mestu inn af fyrirsjáanlegum greiðslum ríkissjóðs í þau fjáraukalög. Það er dalítið óheppilegt fyrir okkur að geta ekki haft eitthvert annað nafn yfir þau lög. (HStef: Aukafjárlög). Það gefur ekki mikla hugmynd um það, hvað um er að ræða. Það á að stefna að því að fá sem mest í þessi fjáraukalög, og ég held, að það væri hægt að gera. Á þessu tímabili, frá nýárinu og þangað til þinginu er lokið, hafa verið greiddar á undanförnum árum ýmsar, greiðslur, sem ekki hafa verið í fjárl. Þessar greiðslur ætti að mega láta bíða þangað til þingið kæmi saman. Þá ætti að taka þær upp í fjáraukalög og aðrar greiðslur, sem þingið greiða, og með þessu móti væri ef til vill hægt að láta þetta ná svo saman, að þessi fjáraukal. gætu orðið minni en nú er orðið og verið hefir um langan tíma . Það er svakalegt að sjá, að fjáraukal. verða kannske mörgum sinnum meiri en fjárl. sjálf. Sérstaklega er það áberandi á árunum 1920 og 1921, vegna þeirra miklu breytinga og byltinga, sem þá voru, þegar m. a. launalögin gengu í gildi, og ekkert var áætlað fyrir heim. Annað árið voru fjáraukal. 4 sinnum hærri en fjárl. sjálf. Þetta er farið að verða svo nú á seinustu árum.

En það væri ekkert við þessu að segja, ef þessi fjáraukal. væru samin fyrir sig fram, þannig að þingið gæti ráðið, hvort ætti að greiða þetta eða ekki. Ég held, að þannig sé hægt að ná þessu saman, ná upp í fjáraukal. greiðslum, sem fyrirsjáanlegar eru, og reyna að fresta greiðslum seinni hluta árs og framan af árinu þangað til þing kæmi saman.

Af því að klukkan er orðin svo margt og kvöldfundur verður sennilega ekki, vil ég ekki lengja umr. frekar frá minni hendi eða nefndarinnar, og læt því lokið máli mínu.