20.05.1932
Efri deild: 79. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1983 í B-deild Alþingistíðinda. (2222)

65. mál, raforkuvirki

Frsm. (Einar Árnason):

Þetta frv. felur í sér viðauka og breyt. á fyrri lagaákvæðum um þetta efni. Er því ætlað að raða bót á þeim göllum, er fram hafa komið í sambandi við raforkuvirki á síðari árum. Það hefir þótt koma fram, að í l. vantaði ákvæði um gerð, uppsetningu, starfrækslu og eftirlit með raforkuvirkjum, svo þau gætu mætt settum skilyrðum um öryggi gegn tjóni og truflunum á viðtöku útvarps og loftskeyta, svo og um innflutning á slíkum tækjum.

Í nál., þó stutt sé, er gerð grein fyrir helztu nýmælum frv. Þarf ég ekki meiru við það að bæta. Ég vil aðeins f. h. allshn. leggja til, að frv. verði samþ.