30.03.1932
Efri deild: 38. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1985 í B-deild Alþingistíðinda. (2231)

62. mál, kirkjugarðar

Frsm. (Jón Jónsson):

Ég þarf ekki að hafa langa framsöguræðu fyrir þessu máli nú, því að við 1. umr. þess hér í deildinni gerði ég grein fyrir þeirri þörf, sem nú er orðin á því að setja lög um þetta efni. Nefndin hefir athugað frv. allrækilega og komizt að þeirri niðurstöðu að leggja til, að það verði samþ. En nm. hafa allir óbundið atkv. um breytingar þær, er fram við það kunna að koma. Enn sem komið er hefi ég ekki séð nema eina brtt. við það, brtt. á þskj. 203, frá hæstv. dómsmrh. Um hana hafa nm. því að sjálfsögðu óbundin atkv. sé ég svo ekki ástæðu til að hafa þessi orð fleiri nú.