06.05.1932
Neðri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2020 í B-deild Alþingistíðinda. (2270)

364. mál, útflutningur á nýjum fiski

Jón Auðunn Jónsson:

Það kemur sjálfsagt öllum saman um það, að það sé orðin hrein lífsnauðsyn fyrir bátaútveg landsmanna að geta flutt út ísvarinn fisk, a. m. k. að haustinu, því að á undanförnum árum hefir ekki verið hægt að selja saltfisk til Englands nema fyrir mjög lagt verð, og að geyma hann og verka árið eftir, er alveg ófært. Það vita allir, sem til óþekkja, að svokallaður haustfiskur, eða fiskur, sem verkaður er árið eftir að hann er veiddur, er í svo lágu verði, að það er ekki viðlit að fiska fyrir það verð, sem fyrir hann fæst. Það eru því engin tiltök að geyma fisk, sem fiskaður er að haustinu, til næsta vors og verka hann. Hitt atriðið, á hvern hátt er bezt hægt að koma við flutningi ísvarins fiskjar á erlendan markað, hefir menn greint nokkuð á um. Ég benti á það á síðasta þingi, að ég teldi kassaflutning á ísfiski ógerning af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi af því, að það væru ekki til nógu mörg skip á einum stað til að fylla stór kassaflutningsskip á nógu skömmum tíma. Og í öðru lagi af því, að við hefðum ekki mikið, fyrir utan Vestmannaeyjar, af fiski, sem væri hentugur fyrir markaðinn í London, en einmitt þar er markaðurinn fyrir kassafluttan fisk hagkvæmastur.

Mér var líka kunnugt um og benti á það, að það væri of dýrt að flytja fiskinn í kössum til þeirra bæja, sem hafa stærstan markað fyrir ísvarinn fisk, sem sé Hull, Grimsby og Aberdeen, og taldi víst, að það þyrfti að sortera fiskinn á sjálfum markaðsstaðnum, svo kaupendurnir gætu sjálfir séð, hvað í kössunum væri. því enn sem komið er er ekki hægt að aðgreina fiskinn hér heima svo vel, að hægt sé að selja hann í Englandi eftir þeirri aðgreiningu, sem fram fer hér. Vegna þess, hve lítið er af ýsu og flatfiski, er ekki viðlit, nema útgerðin færi mjög mikið saman, þrjár fjórar verstöðvar færist á einn stað, að viðhafa kassaflutning á ísvörðum fiski til London. Við sjáum líka af þeirri tilraun, sem gerð var með þetta á Austfjörðum, að þar hefir, eins og hv. frsm. tók fram, kostnaðurinn við vinnuna við að losa skipin, flytja kassana á fiskmarkaðinn, hreinsa þá og skipa þeim ú í flutningaskipin, orðið yfir 20000 kr. Ég hygg nú, að nær helmingur þessarar upphæðar, eða um 9–10 þús. kr., sé beinlínis vegna þess, að fiskurinn var fluttur út í kossum. Hinsvegar má ekki gleyma því, að það er líka dýrt að losa togarana, þegar þeir koma með lausan fisk. Ég hygg, að það mundi ekki hafa kostað meira en 10–11 þús. krónur að losa þessa 12700 kassa, ef fiskurinn hefði verið laus í skipi. En að uppskipun á kossunum er svona dýr, stafar af því, að svo er ástatt í Englandi, að það má ekki losa skip, sem koma með þennan kassaflutning, í sömu höfn, sem þau skip eru losuð í, sem koma með lausan fisk. Og það er ekki af því, að skipin séu svo stór, að þau komist ekki inn í fiskihöfnina; það er mesti misskilningur, því það rista margir togarar dýpra en þessi flutningaskip. Nei, það er eingöngu af því, að það er ekki leyft að losa kassavöru í fiskmarkaðshöfninni; allur slíkur flutningur er losaður í annari höfn (skipakví), og verður því að flytja kassana þaðan og á fisktorgið, en fisktorgið er hafnarbakki fiskiskipakvíanna. Þess vegna mikill aukakostnaður.

Í Danmörku er það svo, að fiskveiðimennirnir færa sig saman á vissa staði, þegar þeir fara að stunda ísfiskveiðarnar. Helztu veiðistaðir eru Hirsthals og Hansholm, Frederikshavn og Esbjerg. Þar safnast þeir saman með 500–600 bata og stunda veiðarnar. Eins og auðskilið er, gengur fljótt á þessum stöðum að fylla hvert skip, og tekur það sjaldan lengri tíma en 2 daga. Af því leiðir, að fiskurinn kemur alltaf nýr á markaðinn. Svo hefir hvert veiðifélag sitt vörumerki á fiskinum, auk þess sem hver fisktegund hefir sérstakt merki, og er því auðvelt að sjá, þegar kemur til London, hver á þann fisk, sem eitthvað kann að vera að, og verður það skaði eigandans, ef varan er ekki eins og sagt er með merkinu. Í Kattegat veiðist svo mikið af ysu, að það nemur 700–800 kössum á dag.

Hv. 1. þm. S.-M. taldi, að spara mætti með því að framleiða ísinn hér heima, hjá því sem að kaupa hann í Englandi, en eftir reynslu okkar fyrir vestan, er þetta á annan veg. Í Englandi kostar ísinn 14–15 shillings tonnið, en á Ísafirði hofum við ekki getað selt ís, sem við höfum tekið að vetrinum, fyrir minna en 20 kr. tonnið, komið í skip, og hofum við þó aldrei tekið meira en 1–2 kr. á tonn í leigu fyrir mölunarvél og fleiri áhöld, sem þarf til að framleiða ísinn. Auk þess er enski ísinn, sem er framleiddur „artificielt“, betri og drýgri. Það er því öðru nær en hægt sé að afla íssins hér heima fyrir minna verð heldur en hann kostar í Englandi.

Við athugun á uppgerð á ísfisksutflutningi Fiskisamlags Austfjarða sé ég, að kostnaður vegna kassa fyrir fiskinn nemur ekki nema 1772 kr., og nam þó útflutningurinn þar 12700 kossum. Þetta nær engri átt. Þær þjóðir, sem flytja ís í kössum, telja kassakostnað frá 90 aura til kr. 1,25 pr. kassa. Kassarnir kosta um kr. 1.75 stykkið og þeir eru aldrei notaðir oftar en tvisvar. Þó telja megi kassana einhvers virði með því að fá þá hreinsaða í London og taka þá til baka, eins og Austfirðingar gerðu, þá er ekki hægt að reikna notaða kassa mikils virði. Gjaldið fyrir að hreinsa hvern kassa er aldrei minna en 2 pence fyrir kassann.

Hinn lagi kostnaður vegna kassanna hjá Fisksölusamlagi Austfjarða hlýtur því að liggja í því, að Austfirðingar hljóta að reikna sér brúkaða kassa, sem þeir nú liggja með, of þau verði. Í Danmörku er síður að taka aldrei kassa til baka frá London, því það er álitið skynsamlegra að láta kassana fylgja fiskinum. Auðvitað má á það líta í þessu sambandi, að í Danmörku eru fisktegundirnar dýrari heldur en var á Austfjörðum síðastl. haust, en þar mun aðallega hafa verið um þorsk að ræða. Ég hygg samt, að tómkassaflutningur frá London sé hlutur, sem ekki borgar sig, og réttara sé að láta þá fylgja fiskinum.

Það er rétt hjá hv. þm. Vestm., að tilraunin með útfluttan ísfisk frá Vestfjörðum síðastl. haust misheppnaðist, svo að á henni varð verulegt tap, en það stafaði af því, að ýsuveiðin brast algerlega. Ýsan hefir veiðzt þar uppi í landsteinum síðastl. 20 ár, að undanteknu árinu 1913. En auk þess var veðráttan svo slæm síðastl. desembermánuð, að ekki var hægt að sækja þá veiði til hafs nema 4 daga í mánuðinum. Af því stafaði, að þau skip, sem leigð voru til þess að taka fiskinn, lágu langan tíma aðgerðalaus. Það félag, sem ég starfaði fyrir, seldi ísfisk fyrir 14 þús. sterlingspund samtals. Samlagið, sem ég starfaði við, greiddi fiskimönnum alls um 110 þús. kr. fyrir fiskinn. Austfjarðasamlagið hefir greitt aðeins 6000 kr., en á í sjóði til úthlutunar 9700 kr. Ég fullyrði, að það nær engri átt, að Austfjarðasamlagið geti talið sér til eignar kassa fyrir 26965 kr. Meiri hluti þessarar eignar er líklega brúkaðir kassar, sem eru lítils virði, og eigi að flytja í þeim til London, eru þeir einskis virði.

Ég fellst á þá till. minni hl. sjútvn., að ríkissjóður eigi að greiða fyrir útflutningi á ísuðum fiski með því að taka á sig ábyrgð á skipaleigu. Og þó að ríkissjóður kynni vegna þessarar ábyrgðar að tapa 2–3 tugum þúsunda — því ég geri ekki ráð fyrir meira tapi á leigunni, ef ekki er notaður kassaflutningur — þá tel ég það lítils virði samanborið við þann hag, sem bataútvegurinn hefði af þeirri ráðstöfun.

Ég tel það ekki útilokað, að einstakir menn kunni að geta fengið erlenda menn eða firmu til að vera með í áhættu af útflutningi á ísfiski, þó hætt sé við, að það gengi tregt, vegna þess hve illa gekk með þann útflutning á síðastl. hausti. Ég fékk þá tvo ensk félög og eitt íslenzkt félag, auk sjálfs mín, til þess að taka hluta í ábyrgð á útflutningnum fyrir vestan, auk þess, sem fiskeigendur tóku að sér ábyrgð á 25% af útflutningnum, þ. e. a. s. þess fiskjar, sem fluttur var út frá Vestfjörðum frá mínu félagi. Ef kassaflutningur á ísfiski á að geta verið í lagi, þá þyrfti útgerðin að safnast á ekki fleiri en 3 staði á landinu. Þá mætti haga útflutningnum þannig, að sortera tegundirnar og flytja til London þær tegundir einar, sem þar er sérstaklega góður markaður fyrir, en hinar tegundirnar mætti flytja til annara borga í Englandi. Verðmunur á fiskitegundum í Englandi er svo geysimikill, að fáir munu trúa því, sem ekki þekkja til. Ég get t. d. nefnt, að sú ýsa, sem við fengum á smábátana innfjarða, var þriðjungi verðminni heldur en sú ýsa, sem stærri bátarnir gátu sótt á haf út.

Að lokum vil ég endurtaka það, að Alþingi má ekki svo skiljast við þetta mál, að tilraunir með þennan útflutning geti ekki haldið áfram, og að sem flestir fiskframleiðendur í landinu hafi hag af stuðningi ríkissjóðs. Ég geri ráð fyrir því, ef ísfisksútflutningur verður mikill í haust, sem því miður er nú ekki gott útlit með vegna þess innflutningstolls, sem kominn er nú á þá voru í Englandi, að ríkissjóður þyrfti að ábyrgjast allt að 50 þús. kr. í skipaleigu fyrir hvert hérað, svo að hægt væri að festa leigu á nægilegum skipastól.