13.05.1932
Efri deild: 74. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2051 í B-deild Alþingistíðinda. (2315)

466. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Austurlandi

Einar Árnason:

Ég vil aðeins skýra frá því í sambandi við þetta frv., að ég mun bera fram brtt. við það síðar, sem gengur í þátt, að Siglufjörður komi einnig undir ákvæði frv., að því leyti, að útlendingum verði einnig leyft að landsetja þar síld. Hygg ég, að því verði ekki mótmælt, að Siglufjörður komi ekki síður til greina í þessum efnum en Seyðisfjörður.