21.05.1932
Efri deild: 80. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2060 í B-deild Alþingistíðinda. (2325)

466. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Austurlandi

Pétur Magnússon:

Hv. sjútvn. hefir gert till. um að fella niður 2. gr. frv., og mun ég fyrir mitt leyti greiða atkv. með þeirri till.

Ég álít eins og hv. 1. þm. Eyf., að ef breyta á fiskveiðalöggjöfinni, þá eigi að taka sjálfstætt á því máli, en ekki gera það í sambandi við neinar hallærisráðstafanir í einu kauptúni. Ég skal ekki segja, hvort þörf sé að gera þá breyt. á fiskveiðalöggjöfinni að opna landið algerlega fyrir útlendingum, en get vel hugsað mér, að svo sé. En ég kvaddi mér ekki hljóðs til að láta þá skoðun í ljós, heldur vildi ég beina því til hv. sjútvn., hvort hún áliti ekki þessa löggjöf óþarfa, ef 2. gr. frv. er felld. Þá er ekki eftir annað en ákvæði 1. gr. frv. um, að erlendum manni sé heimilt að reisa síldarbræðslustöð á Austurlandi. Ég get ekki munað eftir, að þetta ákvæði rekist á fyrirmæli annara laga en ef vera skyldi laga nr. 63 1919, um eignar- og afnotarétt fasteigna. Í 1. gr. þeirra laga er svo fyrir mælt, að menn búsettir erlendis megi ekki eiga fasteignir hér á landi. En í sömu gr. er stj. líka heimilað að veita undanþágu frá þessu banni, ef ástæða þykir til. Eigi þarf þó leyfi til leigu á fasteign eða réttinda yfir henni um 3 ára tímabil, eða ef uppsögn er áskilin með eigi lengri en árs fyrirvara. Og ef það er rétt hjá mér, að í öðrum leigum séu engin þau ákvæði, sem þetta rekur sig á, þá sýnist ekki þurfa að setja sérstök lög um þessa undanþáguheimild, því að stj. getur veitt slíka undanþágu samkv. 1. frá 1919. vilji Alþingi hinsvegar láta í ljós vilja sinn um að stj. noti í þessu tilfelli undanþáguheimild l. gr. 1. um afnotarétt fasteigna, þá er einfaldast að gera það í þál.formi. Ég vildi aðeins henda hv. n. á þetta til athugunar fyrir 3. umr. málsins.