12.05.1932
Neðri deild: 73. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2068 í B-deild Alþingistíðinda. (2348)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Einar Arnórsson:

Hæstv. fjmrh. má ekki skilja brtt. mína þannig, að hún beri vott um, að ég gruni hann um, að hann muni bregða út af þeim fyrirmælum, sent eru í grg. frv. um ráðstöfun lánsins. Ég þykist vita, að ef hann tekur þetta lán, þá muni honum vera kunnugt um grg. En það er engin vissa fyrir, að hann taki lánið; það geta fyrr en varir orðið mannaskipti í stj., og það er a. m. k. ástæða til að búast við, að svo geti farið áður en þetta lán er tekið. En þá er miklu minni trygging fyrir því, að eftirmaður hæstv. fjmrh. athugi, hvað sagt hefir verið í þessari grg., og ekki víst, að hann leiti að því í þingtíðindunum. Þetta er a. m. k. hugsanlegur möguleiki. Þetta horfir allt öðruvísi við, þegar sett eru inn í lög um heimild fyrir stjórnina til lántöku erlendis fyrirmæli um ráðstöfun þess fjár til framkvæmda hér innanlands. En nú virðist mér, að það liggi í loftinu, að samið verði við enska lánveitendur um að veita þetta peningalán, ef til vill þá sömu, sem eru riðnir við þessi eldri lán, er talað er um í grg. frv. Þá þykir mér einmitt líklegt, að væntanlegir lánveitendur geti sjálfir skapað sér tryggingar fyrir því, að peningunum verði varið á þann hátt, séu í leigunum stendur, sérstaklega að því er snertir bráðabirgðalánið hjá Barclay's Bank í London. Ef hlutaðeigandi bankar eru baðir í sama landi, t. d. í Englandi, þá þurfa þeir ekki annað en lata umboðsmenn sína afgreiða viðskiptin og afhenda kvittun til lánveitandans frá heim banka, sem lánsheimildarlögin segja, að eigi að taka við peningunum.

Ég skal játa, að það kunni að vera erfiðara að koma þessu þannig fyrir um eldra lánið, frá 1921. Það er víst í skuldabréfum, sem ýmsir eru handhafar að, og þess vegna geta verið meiri vandkvæði á um greiðslu þeirra heldur en Barclay's lánsins. En lánveitandi getur þá líka hæglega tryggt sér, að væntanlegu láni verði hér varið samkv. heimildinni til lántökunnar.

Mér datt í hug þessi mótbára, sem hæstv. fjmrh. benti á, þegar ég samdi brtt. mína við frv., en áleit hinsvegar, að hún væri ekki sérlega veigamikil. –Annars vil ég leggja þá fyrirspurn fyrir hæstv. fjmrh., hvort hann telur miklar líkur til, að hægt sé að útvega hagfelldara lán erlendis en þau, sem hér er gert ráð fyrir að greiða. Því mér skilst, að þessi lántaka eigi alls ekki að fara fram í öðrum tilgangi en þeim, að greiða með því eldri lán, sem eru með óhagsæðum kjörum fyrir ríkissjóð. Ég skal fúslega játa, að grg. frv. getur verið til leiðbeiningar fyrir þann fjmrh., sem tekur þetta væntanlega lán. En mér þykir réttara og tryggara að setja í lögin sjálf, hvernig verja skuli lánsfénu.