18.05.1932
Efri deild: 77. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2077 í B-deild Alþingistíðinda. (2371)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Það mun vera rétt, út af fyrir sig, að erlendir lánardrottnar geti ekkert haft á móti því, þótt sett verði önnur lög til að binda stjórnina um meðferð lánsfjárins. Það er algert innanlandsmál. En ég hefi lýst yfir þeirri skoðun minni, að ég tel allar þær ástæður, sem liggja að þessari lánsheimild, vera nægilega bindandi fyrir hvaða stj. sem er. Ég býst tæplega við að fylgja slíku frv., því ég sé þess enga þörf, og í því felst óþarfa tortryggni, ekki á núv. stj., því það er óvíst, að hún taki lánið, heldur á stjórnarfarinu yfirleitt.