25.05.1932
Neðri deild: 83. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2122 í B-deild Alþingistíðinda. (2435)

463. mál, fátækralög

Frsm. meiri hl. (Sveinbjörn Högnason) [óyfirl.]:

Hæstv. fjmrh. taldi, að það myndi muna ríkissjóð allt að 100 þús. kr. í útgjöldum, ef 2. gr. frv. yrði felld niður, og að jafnframt héldist sjúkrastyrkurinn eins og verið hefir. En á það ber að líta, að verði frv. samþ., þá fá héruðin sjúkrastyrkinn áfram eins og verið hefir, og ennfremur má búast við því, að nokkur héruð komist upp fyrir meðaltal, og verður þetta þá engu að síður greitt úr ríkissjóði.

Hvað snertir brtt. hv. 2. þm. Reykv., þá skal ég taka það fram, að ég er henni andstæður. Ég lít svo á, að í raun og veru eigi dvalarsveit einnig að vera framfærslusveit, og því lengri sem sveitfestistíminn því er settur, því fjarlægari tel ég hann réttu lagi. Ég álít því, að þessi stytting hans úr 4 árum niður í 2 ár sé umbót frá því, sem nú er, og spor í þá átt, sem stefna beri að, að gera dvalarsveit einnig að framfærslusveit.