15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2198 í B-deild Alþingistíðinda. (2499)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.l:

Ég vil þakka hv. n. fyrir það tillit, sem hún hefir tekið til aths. minna við 1. umr. þessa máls. Um a-lið 2. brtt. er það að segja, að þar hafa verið sett föst takmörk fyrir skyldum þeim, sem lagðar eru á ríkissjóð með þessu frv., en óneitanlega hefði verið æskilegra, að séð hefði verið fyrir tekjuauka til þess að standa undir þeim skyldum. En látum þar við sitja; takmörkin eru betra en ekkert.