15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (2503)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Út af það, sem hæstv. fjmrh. sagði, hefi ég lítið annað að segja en það, að ég lit ekki svo á, að með lánsheimildinni sé alveg tæmt, hvað ríkið eigi að gera, ef á þarf að halda, enda er þetta skýrt fram tekið í gr.

En hvað snertir brtt. þá, er hv. þm. Seyðf. var að koma með í þessum svifum, þá á vildi ég mælast til, að hann frestaði atkvgr. um hana til 3. umr., svo að n. gefist kostur á að athuga hana. Það verður að fara varlega þegar verið er að gefa lög um mál, sem er óvanalegt; þess vegna verður að vanda sem bezt til þess og athugast vel áður en gengið er til atkv. Ég skil ekki, að hv. flm. sé það neitt kappsmál, að brtt. hans komi nú til atkv., og vona, að hann fallist á, að hún biði til 3. umr. ásamt brtt. hv. 1. þm. Eyf.

Annars skil ég ekki vel, hvað hv. þm. Seyðf. átti við, þegar hann var að tala um félag útgerðarmanna. Mér skildist, að hann ætti við, að ef fleiri menn hefðu slegið sér saman, þá gætu þeir ekki komizt undir ákvæði 1. gr. En þar á hann við stórt félag með marga báta. En slík félög hafa fengið svo góða hjálp með ábyrgðum ríkis og bæjarfélaga, að þeim ætti ekki að vera hætta búin.

En sem sagt, ég skal heita því, að brtt. hv. þm. verði athuguð mjög gaumgæfilega fyrir 3. umr. Hvað snertir spádóma hv. þm. Seyðf. um, að frv. verði gagnslítið, þá ætla ég ekki að lengja umr. með því að fara að tala um það atriði nú; það var gert nokkuð við 1. umr. En einmitt það, að hv. þm. Seyðf. vill teygja lögin yfir víðara svið en n. ráðgerir, virðist sýna það, að hann telur ekki, að frv. muni verða gagnslaus, ef að lögum verður. Eins og ég tók þá fram, má ekki búast við geysiáhrifum af frv. En þótt það yrði aðeins til þess að róa og spekja þá, sem eiga hjá öðrum, og hina, sem skulda, þá er þó allmikið unnið.