26.05.1932
Efri deild: 84. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2246 í B-deild Alþingistíðinda. (2546)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Jón Þorláksson:

Hv. 2. landsk. gerði sérstaklega að umtalsefni eitt atriði, sem ekki hefir verið drepið á áður í þessari hv. deild. Það var, hvernig færi um ábyrgðarmenn þeirra skulda, sem gjaldfrestslögin stöðva greiðslur a. Hv. 2. landsk. setti þetta nú samt ekki fram almennt, heldur tók dæmi af einstöku tilfelli, þar sem banki stæði í ábyrgð gagnvart erlendum kröfuhafa vegna mótorbátakaupa. En þetta álít ég, að sé aðeins eitt dæmi af því, hvernig farið getur almennt. Ég skil ekki, að máli skipti í því sambandi, hvort kröfuhafi er útlendur eða innlendur, ef svo er ástatt með ábyrgð og greiðslu skulda sem hv. 2. landsk. nefndi. Þegar kröfuhafi færi að leita réttar síns og dóm ætti að dæma eftir þessum lögum, þá er það ekki ljóst, hvort ekki muni mega ganga að þeim, sem í ábyrgð er fyrir kröfunni. Fyrir höf. frv. mun þó hafa vakað, að svo væri ekki. En þetta mun varla vera tekið nógu skýrt fram í frv.

Ég er afaróánægður við n. um það, hvernig hún hefir tekið í aths. mínar við 16. gr. Að vísu hefir hún nú borið fram brtt. við 2. málsgr., er hún áður vildi fella burt. Ég skil þetta svo, að hún ætlist nú til, að málsgr. standi, með því að bætt sé inn í hana 3. brtt. á þskj. 805. En þessi brtt. fullnægir ekki þeim aths., sem ég gerði við þessa málsgr., þar sem hún gengur alveg í öfuga átt við þær. Hún dregur sem sé úr því öryggi, er lánsstofnanir hafa vegna þeirra erfiðleika, er þær geta komizt í sökum þessa gjaldfrests, sem frv. veitir skuldunautum þeirra. Nú er það víst, að slíkar skuldir verða ekki teknar nauðungartaki meðan 1. eru í gildi. En nú vill hv. landbn. breyta þessum málsl. svo, að atvmrh. úrskurði, hvenær tekin skuli til gjaldþrotameðferðar bú þeirra lánardrottna, sem lenda í erfiðleikum vegna framkvæmdar þessara laga. En hinu er alveg gengið framhjá, að hver kröfuhafi fyrir sig geti gert fjárnám hjá þeim mönnum, sem komnir eru undir ákvæði frv. Það getur gerzt, en til gjaldþrotaskipta má ekki taka búið eftir gr. eins og hún er nú í frv., og að fengnu samþ. atvmrh. eftir brtt. n. Þetta getur orðið til þess, að einn og einn kröfuhafi nær öllu sínu, þótt hinir nái því ekki, þegar búið verður tekið til gjaldþrotameðferðar, þegar þessi lög eru fallin úr gildi. Þetta tel ég óhafandi. Ég get ekki skilið, hvers vegna n. hefir ekki viljað breyta þessu, nema ef það væri meiningin að gera þessar öryggisráðstafanir fyrir lánsstofnanir að engu, eins og verið er að gera þær að engu fyrir verzlunarfyrirtæki.

Við brtt. hv. n. um það að leggja á vald atvmrh. að úrskurða, hvort taka megi bú til gjaldþrotaskipta, er það að athuga, að eftir þeirri víðtæku reynslu, sem fengizt hefir um hlutdrægni þeirra stjórnarvalda, sem verið hafa síðustu ár, þá álít ég alveg óhæfilegt af löggjöfinni að leggja það undir úrskurð ráðh., hvaða fyrirtæki megi taka til gjaldþrotaskipta, þegar þau komast í greiðsluþrot. Þá er hverri hlutdrægri stj. Það í lófa lagið að nota þessa sérstöku lagaheimild til að þurrka út alla kaupmannaverzlun, en láta kaupfélögin ein sitja eftir, með því að neita kaupmönnum um þennan frest, eða þá undanþágu frá gjaldþrotaskiptum, sem gr. gerir ráð fyrir, en veita kaupfélögum hana.

Ég get því ennþá síður greitt atkv. með þessari 16. gr., ef brtt. n. kæmi inn, heldur en þó eins og gr. er nú, og álít ég hana þó óviðunandi. Þegar svona óvenjulegar ráðstafanir eru gerðar, verður að taka afleiðingunum af þeim og láta þá njóta hæfilegrar verndar, sem ekki geta fengið sínar kröfur innheimtar vegna þessa greiðslufrests. Ef menn vilja ekki gera það, þá er þeim ekki alvara, að þessi löggjöf verði þjóðinni að gagni.