28.05.1932
Efri deild: 86. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2262 í B-deild Alþingistíðinda. (2560)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Halldór Steinsson:

Þessar brtt. hv. 2. landsk. eru í sjálfu sér góðar, ef þær hefðu komið fyrr fram. En mig furðar á því satt að segja, að þessi hv. þm., eftir að hafa við síðustu umr. hjálpað til að fella það aðalatriði úr frv., að ákvæði þess skyldu ná til sjávarútvegsmanna, skuli nú flytja aðrar eins brtt. og þessar. Hann sagði, að aðalástæðan fyrir brtt. væri ranglætið, sem í því lægi að sigta sjómennina úr, en það er einmitt það, sem hann sjálfur var þátttakandi í að gera. Ég fæ því ekki betur séð en hér sé um hreina og beina mótsögn að ræða hjá hv. þm. Ég greiði hiklaust atkv. með þessum brtt. hv. 2. landsk. og vona, að hv. þm. geri það líka sjálfur, en þó að þær verði samþ., sé ég mér ekki fært að fylgja frv.