04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í B-deild Alþingistíðinda. (259)

2. mál, fjáraukalög 1930

1) Með svofelldri greinargerð:

Þingmenn Alþýðuflokksins í Nd. hafa nú við eina umr. fjárl. flutt brtt. um framlög til atvinnuhóta, er nemur samanlagt liðlega einni millj. kr. Þar af er bein útgjaldaskipun um framlag úr ríkissjóði 350 þús. og 350 þús. skal lána bæjar- og sveitarfél. Mér er sagt, að þessi till. hafi nú verið samþ. í Nd., og mun ég þess vegna sitja hjá við atkvgr. um 3. og 4. mál á dagskrá (fjáraukal. 1930 og LR.) og verða þannig ekki meinsmaður þess, að frumvörpin komist til 3. umr.