14.05.1932
Neðri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2289 í B-deild Alþingistíðinda. (2594)

245. mál, byggingarsamvinnufélög

Héðinn Valdimarsson:

Ég hefi e. t. v. ekki sagt það nógu greinilega, á hvern hátt ég tel verkamannabústaðina geta fullnægt byggingarþörf bæjanna. En það er á hann hátt, að ef hægt er að fá nægileg lán, annaðhvort innlend eða útlend, þá er styrkur sá, sem lagður er fram hér á landi til byggingarsjóðanna, nægilegur til þess að standast kostnaðinn, þó að byggt verði fyrir margar milljónir og lánin með hærri vöxtum en þau lán, sem nú hafa fengizt, svo það er líklegt, að hægt sé að koma upp nægilega mörgum íbúðum fyrir þá, sem falla inn undir tekjuhámarkið, ef hægt er að fá lán til þess. Annars held ég, að þegar ekki er hægt að fá lán handa byggingarfélögum verkamanna, þá sé það ekki frekar hægt að fá þau fyrir þessi samvinnubyggingarfélög. Skal ég svo ekki fara lengra út í þetta mál nú, en á næsta þingi er ég fús til samvinnu um lausn þess.