30.05.1932
Efri deild: 87. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2291 í B-deild Alþingistíðinda. (2603)

245. mál, byggingarsamvinnufélög

Frsm. (Einar Árnason) [óyfirl.]:

Þetta frv. er komið frá Nd. og fékk þar hinar beztu viðtökur.

Eins og nál. allshn. ber með sér, leggur n. til, að frv. verði samþ. óbreytt. Einn nm. hefir þó skrifað undir nál. með fyrirvara, og vil ég aðeins skýra frá því, að svo stóð á, að hann gat ekki setið fund n., þegar frv. var afgr., og má vera, að fyrirvari hans stafi af því, að hann þannig hafði ekki tók á að kynna sér málið eins vel og ella, og hafi því frekar kosið að skrifa undir nál. með fyrirvara.

Byggingarmálin eru eitthvert erfiðasta viðfangsefni okkar Íslendinga. Til skamms tíma hafa allar byggingar hér, og þó sérstaklega til sveita, verið í aldagömlum stíl, og hefir að kalla ekkert verið gert til þess að byggja varanlega bústaði, og hver kynslóð orðið að reisa sinn bæ fyrir sig. Skortur á fjármunum og varanlegu efni hefir valdið því, að við þannig hofum orðið að búa við léleg húsakynni til skamms tíma. Með stofnun veðdeildarinnar var fyrsta sporið stigið í þá átt að vinna að því, að hér risu upp betri og varanlegri byggingar, og hefir miklu fé verið varið til bygginga, einkum í kaupstöðum landsins, síðan veðdeildin tók til starfa, og eru þetta flest sæmilegar framtíðarbyggingar. Næsta skrefið var það, þegar byggingar- og landnámssjóður var stofnaður og fjármunum úr þeim sjóði veitt til sveitanna til að byggja þar sæmileg framtíðarhús. Loks var svo með l. um verkamannabústaðina stigið þarft spor í þá átt að hjálpa verkamönnum í kaupstöðum landsins til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Leggur ríkið fram nokkurt fé til verkamannabústaðanna, og sama er að segja um byggingar- og landnámssjóð.

Með þessu frv. er farið inn á þá braut, að byggingarstarfsemin sé að einhverju leyti framkvæmd af samvinnufélagsskap, sem til þess sé stofnaður. Er hugsunin sú, að menn stofni með sér svokölluð byggingarsamvinnufélög, og er markmiðið með þeim félagsskap, að menn safni sér saman fé, til þess þannig að komast í aðstöðu til að eignast húsnæði, ef þeir eiga ekki fé handbært til slíkra hluta. Jafnframt er séð fyrir því, að þessi félagsskapur geti haft nægilegt fé til að teygja á móti framlögum félagsmanna, er þeir hafa dregið saman fé upp að ákveðnu lagmarki, og er svo til ætlazt, að ríkissjóður standi í ábyrgð fyrir því fé, sem útvegað yrði í þessu skyni, auk þess sem félagsmenn ábyrgjast það sameiginlega og húsin eru veðtekin fyrir því. Hinsvegar er ekki ætlazt til þess, að ríkið leggi neitt af mörkum í þá sjóði, sem stofnaðir væru samkv. frv.

Það er fjárskorturinn, sem kunnugt er, sem staðið hefir því í vegi, að fólkið hafi getað komið sér upp sæmilegum bústöðum við sæmilegu verði. Fjárskorturinn veldur því, að byggingar verða hér svo óhæfilega dýrar, en ef hægt er að sjá svo um, að fé sé fyrir hendi, þegar byrjað er á byggingunum, er hægt að gera þær meira við hæfi og getu þeirra, sem að standa. Þetta fyrirkomulag, að menn þannig leggi fram fé fyrirfram í þessu skyni, gæti stuðlað að því, að húsin yrðu byggð fyrir meira sannvirði en nú á sér stað. Ég vænti því þess, að hv. d. taki vel í þetta frv.; það er tilraun til að leysa úr þeim örðugleikum, sem byggingarmál okkar eru nú í, og þótt ákvæði frv. verði e. t. v. ekki til mikils gagns á heim erfiðu tímum, sem nú standa yfir, má hinsvegar gera sér miklar vonir um það, að í framtíðinni verði mikið gagn af þessu skipulagi í kaupstöðum landsins, og jafnvel líka til sveita.

Ég vil svo að lokum aðeins endurtaka þá ósk mína, að hv. d. taki frv. vel, eins og Nd. tók því, og að málið fái að ganga áfram og verða að 1. á þessu þingi.